Þjóðhetja yfirstéttarinnar

  • Guðsdýrkun á Jóni Sigurðssyni er auðvitað yfirgengileg hjá félögum í Sjálfstæðisflokki og í Framsókn.
    *
  • Þessir aðilar rífast gjarnan um hvorum flokknum hann myndi fylgja í nútímanum og þeir reyna gjarnan að gera þennan látna mann að guðlegri veru.
    *
  • Það er reyndar þekkt fyrirbæri í báðum þessum flokkum að þeir gera foringja sína jafnan að hálfguðum

Steinunn Stefánsdóttir varaformaður Kvennréttinda-félags Íslands byrjar hátíðarræðu sína á Hrafseyri í dag 17. júní 2015 með þessum kafla eftir Indriða Einarsson.

,,Komið þið sæl og gleðilega hátíð!

Í greininni “Endurminningar um Jón Sigurðsson IV“ eftir Indriða Einarsson sem birtist í tímaritinu Skírni árið 1911 er að finna eftirfarandi frásögn af kvöldstund sem Indriði átti með þeim hjónum, Jóni Sigurðssyni og Ingibjörgu Einarsdóttur:

Eitt sunnudagskvöld var eg úti hjá þeim hjónum og hafði lesið nýlega rit Stuarts Mills um kúgun kvenna. Eg fór að tala um skoðanir Stuart Mills á málinu, og áleit þær óhrekjandi.

Forseti var á líkri skoðun og flestir stjórnmálamenn voru þá, og var heldur á móti kvenréttindum.

Frú Ingibjörg sat í hægindastólnum sínum og var búin að breiða yfir búrið, sem páfagaukurinn hennar var í, og kom til liðs við mig. Allir vita að pólitík er ekki aðeins ástæður fyrir málinu heldur einnig lunderni til að halda því til streitu.

Frúin lagði til lundernið, en eg hefi líklega komið með eitthvað af ástæðunum. Þegar hún var búin að segja eitthvað af því helzta, sem henni fanst þurfa að segja, þá hélt Forseti – sem aldrei vildi víkja – undan og sagði: „Það er ómögulegt að dispútera við yður þegar þér hafið fengið konuna mína með yður.

Þarna er dregin upp skemmtileg og einnig áhugaverð mynd af manni dagsins, þjóðhetjunni Jóni Sigurðssyni, sem var auðvitað bara mannlegur eins og við hin, og að einhverju leyti íhaldssamur þó að hann hafi að flestu leyti verið afar framsýnn".

Ég dreg þetta fram vegna þess að í dag er 17. júní og ég hef lengi dregið það í efa að Jón Sigurðsson hafi verið forseti allrar þjóðarinnar. A.m.k. hafði hann engan áhuga fyrir réttindum og kjörum stéttlausa fólksins á Íslandi.

Sem var vinnufólkið á íslenskum sveitabæjum sem voru í raun bara þrælar.

Þetta er sérlega eftirtektarvert þar sem var lifandi umræða um stöðu fátæks fólks í Kaupmannahöfn um hans daga í borginni og réttindaleysi alls almennings í Danmörku og þar með á Íslandi.

En slík viððhorf hentuðu auðvitað ekki pólitískum hagsmunum Jóns


mbl.is Mótmælendur hafi skemmt fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það er ekki sama hvaða ár er verið að ræða, meistari Kristbjörn. Á þessum árum hafði til að mynda enginn svartur maður stigið fæti sínum á Íslandi, svo vitað væri. Leiðréttið mig einhverjir sem vita betur og ég skal éta það ofaní mig. Ef þú ætlar með skrifum þínum að gera lítið úr Jóni Sigurðssyni, eða á annan hátt gera lítið úr því að við erum sjálfstæð þjóð, þá er sennilega ekki eigandi við þig orðastaður.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 18.6.2015 kl. 02:11

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er reyndar vitað um einn slíkan sem lifði og bjó á Djúpavogi. Hann kom til Íslands gegnum Danmörku auðvitað og var þræll í danskri nýlendu og á einhverri plantekruninni. Ekki man ég frá hvaða landi maðurinn kom og nýlega var skrifað um þennan mann í íslenskri bók.


Höfundur: Gísli Pálsson

Árið 1802 höguðu örlögin því þannig að ungur þeldökkur maður, þræll og stríðshetja frá Jómfrúreyjum, danskri nýlendu í Karíbahafi, settist óvænt að á Djúpavogi, kvæntist og gerðist verslunarmaður og bóndi. Nafn hans hefur verið sveipað ljóma en lítið um hann ritað. Hvers vegna kom hann til Íslands? Hvernig brugðust landsmenn við honum og hvernig brást hann við þeim? Saga Hans Jónatans varpar ljósi á nýlendutímann, þrælahald, kúgun og viðskipti, uppreisn og frelsisþrá. Hún teygir sig yfir höfin, frá Vestur-Afríku til Jómfrúreyja, til Danmerkur og Íslands. Sagan á brýnt erindi við samtímann – enn er tekist á um mannréttindi og innflytjendur, samskipti við fólk sem er „öðruvísi en við“. 

Halldór ég þakka þér fyrir athugasemdina, en ekki er hægt að gera lítið úr manni sem er löngu látinn. Jón var auðvitað merkur maður á sinn hátt, en að hann  hafi verið þjóðhetja allrar þjóðarinna í lifanda lífi er stórlega ofmælt.

Það segir sig bara sjálft að hann var stjórnmálamaður og tilheyrði ákveðnum stjórnmálaflokki á Íslandi og átti sér stóran hóp pólitískra andstæðinga. Fyrir utan þá staðreynd að hann var ekki félagslega þenkjandi eins og bent hefur verið á.

Íslendingum hefur alla tíð gengið illa að viðurkenna það, að í landinu þreifst þrælahald í raun. Jón hafðu ekki áhuga á að hafa afskipti af þessu réttlausa fólki

Kristbjörn Árnason, 18.6.2015 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband