Kröfuhafar halda Grikkjum í gíslingu

  • En kröfuhafar hafa einnig haldið íslensku þjóðinni í gíslingu rétt eins og í Grikklandi og voru það frjálshyggjustjórnvöld í þessum löndum sem létu þetta gerast.

Kristbjörn Árnason's photo.

M.ö.o. hægri flokkar sem í raun voru í þjónustu við peningaöflin í þessum löndum og frjálhyggjumenn beggja megin við borðið er fleyttu síðan rjóman ofan af helstu þjóðarauðlindum landanna og settu þjóðirnar í vonlausa stöðu.

Á Íslandi hafa núverandi stjórnvöld keppst við að koma sama fyrirkomulaginu á og var fyrir hrun og árum saman. Síðasta púslið í þeim háskaleik er afnám haftanna eftir svipuðum línum og fjármagnöflin hafa viljað.

Engir stjórnmálamenn eða eigendur fyrirtækjanna eru látnir sæta ábyrgð í fullri alvöru. Það þurfti að neyða núverandi fjármálaráðherra að fá gögn svo leita mætti að skattsvikurum og ránsfeng sem þeir hafa rokið með úr landi eftir að hrunstjórnin lét þá hafa svigrúm til að hreinsa út bönkunum strax eftir hrunið.

Við erum enn með spillta stjórnmálamenn sem eru kostaðir af fjölmörgum fyrirtækjum og þeir svífast einskis þegar þeir sinna raunverulegum húsbændum sínum.

,,Kröfuhafar og lánveitendur Grikkja hafa ekki viljað sýna neinn sveigjanleika, þegar kemur að því að semja um skuldbindingar Grikkja.

Í umfjöllun Wall Street Journal í dag kemur fram að embættismenn Evrópusambandsins hafi fundað um stöðu mála í Lúxemborg, og sett frekari þrýsting á grísk stjórnvöld um að semja við kröfuhafa landsins á grunni áætlunar sem samþykkt var árið 2012, en heildarstærð þess lánapakka er um 240 milljarðar evra".(Kjarninn)

Staðan er vissulega miklu erfiðari í Grikklandi heldur en hjá okkur á skerinu. En hræfuglarnir með stuðningi fjársterkustu þjóða í Evrópu ætlast til þess að sauðsvartur og bláfátækur almenningur í Grikklandi endurgreiði skuldir fyrirtækja í þessu landi lýðræðisins tvöfalt en þeir sem taldir voru eigendur þeirra eru löngu horfnir með eigur þjóðarinnar.

Staðan er vissulega miklu erfiðari í Grikklandi heldur en hjá okkur á skerinu. En hræfuglarnir með stuðningi fjársterkustu þjóða í Evrópu ætlast til þess að sauðsvartur og bláfátækur almenningur í Grikklandi endurgreiði skuldir fyrirtækja í þessu landi lýðræðisins tvöfalt.

En þeir sem taldir voru eigendur þeirra eru löngu horfnir með eigur þjóðarinnar í felur og lifa þar í velystingum á góssinu. Eins og sjá má í mynd

 

mbl.is Skrefi nær hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú segir: "M.ö.o. hægri flokkar sem í raun voru í þjónustu við peningaöflin í þessum löndum og frjálhyggjumenn beggja megin við borðið er fleyttu síðan rjóman ofan af helstu þjóðarauðlindum landanna og settu þjóðirnar í vonlausa stöðu."

Hvað segirðu þá um þráhyggju svokallaðra vinstri flokka hér á landi til að láta íslenska skattgreiðendur gangast í ábyrgð fyrir skuldbindingum einkafyrirtækisins Landsbanka Íslands gagnvart innstæðueigendum á erlendri grundu?

Voru þeir þá ekki "í þjónustu við peningaöflin" eða hvað voru þeir þá í þjónustu við eiginlega?

Þetta er nefninlega ástæðan fyrir því að ég mun hvorki kjósa "vinstri" né "hægri" flokka framar.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.6.2015 kl. 00:13

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Guðmundur þetta erum við þegar búnir að ræða. Vinstri stjórnin var í raun ákaflega valdalítil og eins og þú veist réðu erlendir og innlendir hrægammar á Íslandi á þessu tímaskeiði. Enda fengu gammarnir diggann stuðning frá íslensku hægriflokkunum og samtökum atvinnurekenda, samtökum stóriðjufyrirtækja á Íslandi og frá fjármálaöflunum á skerinu sem lifa góðu lífi

Góða nótt kæri bloggvinur

Guðmundur, það verða alltaf átök þjóðarauðlindirnar og arðinn af þeim í flestum löndum. Milli almennings og þeirra sem hafa þá sérstöðu að geta fénýtt þær í eigin þágu  

Kristbjörn Árnason, 19.6.2015 kl. 00:23

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er frekar nýstárleg söguskýring, að síðasta ríkisstjórn hafi ekki ráðið neinu hér heldur hafi ákveðið að láta erlendum kröfuhöfum eftir að fara með völdin. Ég hef hvorki heyrt né lesið þá skýringu áður, en get fallist á hana, enda var það meginforsendan fyrir því að þeirri ríkisstjórn var mótmælt og sumt af því sem hún (eða réttara sagt kröfuhafarnir) vildu ná fram var fellt af íslensku þjóðinni.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.6.2015 kl. 00:40

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Góðan dag Guðmundur, ég sagði ekki að ríkisstjórnin hafi látið þeim eftir völdin. Heldur var þetta eilíf barátta um völdin. Milli þessara aðila. Þetta má sjá á ýmsu sérstaklega þegar kemur stuðningi við almenning í landinu.

Enn í dag stjórna þessir aðilar en í ágætri sátt við stjórnvöld enda er þetta þeirra ríkistjórn.

Kristbjörn Árnason, 19.6.2015 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband