Það er ljóst að Bjarni Benediktsson virðist óhæfur

  • --til að ná sáttum við opinbera starfsmenn og virðist ekki átta sig á þeirri staðreynd að ná verður sáttum við fólkið sem starfar í heilbrigðisgeiranum. 
    *
  • Hann virðist halda að samtök atvinnurekenda geti verið leiðarljósið um starfskjör fólks í heilbrigðisgeiranum.

Jafnvel forystumenn í ASÍ félögunum átta sig á þeirri staðreynd að gera verður samninga við þetta fólk og það er hægt. Það er bara ekki sama hvernig það er gert.

Það er t.a.m. hægt  að gera samning um þær launabreytingar sem ríkið hefur boðið og síðan um langtímasamning um leiðréttingu á kjörum þessa fólks.

Samningur um sérstakar lagfæringar á launakjörum þessa fólks er tæki t.d. 6 – 7 ár.  En menn verða að þora.

Á meðan samtök atvinnurekenda virðast hafa í hendi sér  að móta stefnu ríkisins í launamálum háskólamenntaðs fólks í stofnunum þess, eru atvinnurekendur sjálfir að semja um miklu meiri breytingar á launaflokkum hjá iðnaðarmönnum.

Þar er það gamli feluleikurinn sem heitir að færa launataxta að greiddum launum þ.e.a.s. markaðslaunum iðnaðarmanna.

Er gefur iðnaðarmönnum tækifæri til að hækka markaðs-launin á næsta samningstímabili. Þetta eru auðvitað ekki heiðarleg vinnubrögð, en þessir aðilar hafa oft leikið þennan leik áður.

Gamli ráðherrann með gráa fiðringinn sem nú er kominn í úreltingu eftir að hafa skilið borgina, ríkissjóð og seðlabankan eftir í rúst kvartaði undan því Reykja-víkurbréfi að vinstri menn hefðu veturinn 2008 til 2009 smalað fólki á Austurvöll. 

Nú er hann í einskonar unglingavinnu í Hádegismóum. Það er gott því það er mikilvægt að láta þessa stráka reyna að gera eitthvert gagn.Hann er væntanlega í sjálfboðastarfi hjá þessum gjaldþrota miðli.


Sannleikurinn er allur annar. Því vinstri flokkarn-irnir gætu þess einmitt vandalega að koma ekki nærri slíku. Eins var það með mótmælin á 17. Júní s.l.

Eini flokkurinn sem hefur hvatt sína félagsmenn til að koma á mótmælafund í hrossahagann síðustu áratugina er einmitt Sjálfstæðisflokkurinn og Davíð Oddsson mætti.

Hér má sjá afrit af bréfi Bjarna Benediktssonar, sem er einkonar herkvaðning formanns sjálfstæðisflokksins til flokksbundinna félaga flokksins, dagsett 30. september 2009:

„Kæri samherji.

Á morgun 1. október verður Alþingi Íslendinga sett. Það skapar nýtt tækifæri til að leiða Ísland inn á réttar brautir.

Stefnu- og árangursleysi ríkisstjórnarinnar hefur reynst þjóðinni dýrkeypt.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur frá upphafi kjörtímabilsins hafnað stefnu ríkisstjórnarinnar og er skýr valkostur. Við höfum staðið fyrir tillögum til að bæta hag heimilanna og fyrirtækjanna í landinu. Okkar leið hefur verið sú að skapa störf og segja atvinnuleysinu stríð á hendur. Við viljum lækka skatta, auka fjárfestingar, framkvæmdir og verðmætasköpun. Hér þarf að auka hagvöxt og bæta lífskjörin.

Við vitum að tækifærin, lausnirnar og leiðir til uppbyggingar eru til staðar. Þess vegna mun þingflokkur sjálfstæðismanna leggja fram enn metnaðarfyllri efnahagsáætlun við upphaf þingsins sem nú gengur í garð og leggja sitt af mörkum til þess að rjúfa þá stöðnun sem hér hefur ríkt alltof lengi.

Verði það ekki gert er hætt við að fólk missi trú á framtíðina, fyllist vantrú á að geta náð endum saman og búið við mannsæmandi lífskjör.

Boðað hefur verið til mótmæla við þingsetninguna á laugardaginn. Lögreglumenn hafa gefist upp á aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar og óljóst er hvernig löggæslu við þingsetninguna verður háttað. Ég hvet fólk til samstöðu með lögreglunni með því að sýna störfum þeirra virðingu. Það er sjálfsagt að halda stefnumálum sínum á lofti við þingsetninguna, en ég bið alla þá sem það ætla að gera að ganga friðsamlega til verks.

Krafa Sjálfstæðisflokksins er skýr. Það þarf nýja stjórnarstefnu, ryðja þarf nýjar brautir og boða á tafarlaust til kosninga.“

 


mbl.is Boðið 20% launahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband