Eiga ævintýramenn að geta sett þjóð sína í ánauð?

  • Þessi afstaða Hannesar er reyndar ansi siðlaus að mínu mati.
    *
  • Það má auðvitað velta því fyrir sér hvaða hagsmuni þjóðverjar eru að verja.
    *
  • ESB virðist standa með þeim í þessari varnarstöðu.

Þetta ESB – lið er auðvitað að verja sína eigin banka og sín eigin fyrirtæki sem á pappírunum telja sig eiga fé hjá gríska ríkinu fúlgur sem gríska þjóðin getur ekki staðið undir. 

Eðlilegt að spyrja hvers vegna á almenningur  í Grikklandi að bera ábyrgð á óábyrgum viðskiptum evrópskra banka?

Hvers vegna eiga viðskiptamenn af öllum toga að komast upp með það að mergsjúga þessa þjóð og hlaupa síðan með góssið í felur?  Síðan er ætlast til þess að þessi fátæka þjóð borgi.

Hvernig má það vera, að yfirvöld í ESB geti látið svona hluti gerast?


mbl.is Ósanngjarnar kröfur Grikkja?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessir ævintýramenn sem settu þjóð sína í ánauð voru ríkisstjórnir Grikklands. Kosnar og hlutu miklar vinsældir fyrir örlæti og rausnarskap með evrur sem þeir fengu að láni. Og lánin voru ekki óábyrg, Grikkir settu Grikkland glaðir að veði. Sælan var komin til að vera og ekkert gat klikkað.

Hábeinn (IP-tala skráð) 23.6.2015 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband