Eðlilegar áhyggjur

  • Inn­an verk­fræði- og nátt­úru­vís­inda­sviðs Há­skóla Íslands eru uppi áhyggjur af því að að styttra nám til stúd­ents­prófs leiði til þess að erfiðara verði fyr­ir nem­end­ur að öðlast næg­an und­ir­bún­ing fyr­ir há­skóla­nám í verk­fræði og raun­vís­ind­um.

Þetta kem­ur fram í álykt­un deild­ar­ráðs raun­vís­inda­deild­ar HÍ sem samþykkt var á fundi ráðsins þann 4. júní. 

  • Það getur einnig verið eðlileg krafa hjá menntamálaráðherra að reyna að stytta nám að meðaltali í framhaldskólum.  Það er mjög vel gjörlegt án þess að nám verði almennt lakara en verið hefur. 

Staðan í dag er sú, að það eru tiltölulega fáir nemendur sem koma virkilega vel undirbúnir undir erfiðasta námið í háskólunum eins og t.d. í verk­fræði- og nátt­úru­vís­inda­sviði Há­skóla Íslands. Það sama má segja um undirbúning nemenda til að fara í iðnnám t.d.

  • Það er einnig mjög greinilegt strax í grunnskólunum að það munu ekki allir nemendur eiga raunverulegt erindi í háskóla. Samt eru skólarnir keyrðir áfram eins og það sé eðlilegt að allir fari í háskólanám.

Því er nauðsynlegt fyrir samfélagið að bjóða upp á tvær grundvallarnámleiðir í framhaldskólum landsins.

Önnur leiðin væri með námskrá er miðaðist við undirbúning fyrir háskólanám er mætti skiptast í nokkrar áherslur eftir áhugasviði nemenda.  

Hin leiðin væri með allt annari námskrá sem væri miðuð við undirbúning til verknámsgreina er síðan leiddi til fullra réttinda í atvinnulífinu í flestum starfs-greinum er síðan byði upp á nám til meistaragráðu.

 

Þar þyrfti að auka vægi hins verklega þáttar með meiri kröfum þeim megin, en dregið úr latínugreina námi. En vissulega gæti ákveðið bóknám verið nauðsynlegur hluti verknáms.

Námstími grunnnámi slíkra skóla gæti hæglega verið tvö og hálft ár í flestum greinum. Í einhæfari greinum styttra nám, e.t.v. eitt til tvö ár. Enn lengra nám í öðrum greinum + framhaldsnám til meistaragráðu.

Það er ekki sanngjarnt að verknámsnemendur þurfi í raun að ljúka nánast stúdentsprófi og fara síðan í allt of stutt verknám.

Það er öllum hollt að skoða nú geysilegan fjöld ferðafólks sem streymir til landsins. Það vantar fagmenntað fólk til að sinna þessu fólki og það þarf ekki allt að vera háskólagengið.

  • Þarna geta starfsgreinaskólar komið sterkt inn í myndina og bjargað miklu svo við íslendingar glutrum ekki niður þessu tækifæri til atvinnusköpunar. 

mbl.is Áhyggjur af styttingu framhaldsskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

ÞÓTT VIÐ HÖLDUM AÐ VIÐ SEUM MEÐ MJÖG GOTT NÁMSKERFI- ERUM VIÐ LANGT Á EFTIR ÖLLUM ÖÐRUM. vegna þess að her eru námsmenn í mörg ár að læra um Hallogerði langbrók og aðrar þjóðsögur sem aldrei mun gagnast þeim í neinu námi  !

Erla Magna Alexandersdóttir, 1.7.2015 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband