Furðulegur fréttaflutningur um Grikkland

  • Íslenskir fréttamiðlar stunda nú þann leik sem endranær að enduróma áróður þeirra afla t.d. í Evrópu sem sterkast standa valdalega og fjárhagslega. Fer reyndar oftast saman því miður.

Það er sorglegt að RÚV virðist stunda sama leikinn sem er að grípa hráann áróðurinn og útvarpa honum sem heilögum sannleika.

Það er auðvitað staðreynd og allir átta sig á þeirri staðreynd sem eitthvað bitastætt hafa milli eyrnanna að gjaldþrota staða Grikkja er ekki ný, staðan er reyndar gamalkunn.

 

Hún er nú bara sú birtingamynd sem hlaut að koma upp á yfirborðið þótt hagsmunagæslu aðilar sem ásamt ESB elítunni vildu forðast að hún yrði sýnileg á þessum tímapunkti.

Við vitum að hrægammar sem höfðu bankakerfið ásamt atvinnulífinu í höndum sér í áratugi stunduðu þann leik endalaust hirða allann arð af þessari starfsemi og fluttu gróðann úr landi.

Atvinnulífinu ásamt bankakerfinu var og er endalaust haldið skuld við erlenda aðila og þannig var allur gróðinn fluttur úr landi án þess að greiddur væri eðlilegur skattur til grískra yfirvalda.


Búnar eru til fjölbreyttustu skýringar til að réttlæta ósómann í þessu landi. Launafólk býr almennt við fátækt í Grikklandi og lepja dauðan úr skel, á meðan þeir sem geta stundað rekstur sem byggist t.d. á ferðaþjónustu.

Það virðist nú vera ungum grikkjum loksins ljóst að fjárhagsvandi þjóðfélagsins leysist ekki með endalausum samningum við lánadrottna og umboðsmenn þeirra sem eru augljóslega ráðamenn í fjölmennustu ríkjum ESB. Það verður að koma til réttlæti og þá sé byrjað á hreinu borði.

  • M.ö.o. að þeir borgi sem stofnuðu til skuldanna upphaflega. Þeir aðilar sem voru meðvirkir og jusu í þessa aðila fé verða einnig að bera ábyrgð.

Skuldir ríkisins eru í raun ekki skuldir ríkisins og hægri stjórnin hafði auðvitað ekki umboð til þess að láta ríkissjóð Grikklands gangast í ábyrgð fyrir skuldum atvinnulífsins í landinu.

M.ö.o. unga fólkið virðist hafa áttað sig á þeirri staðreynd að gríska þjóðin verður sjálf að koma sér út úr þessum vanda. Því verður þjóðin að losa um tök fjármagnsaðilanna á þjóðarbúinu.

  • Núverandi ríkisstjórn í Grikklandi er veik vegna þess að elítan þar í landi stendur öll gegn ríkis-stjórninni.
    *
      • Einnig eigendur fyrirtækjanna í landinu. Þegar illa gengur að ná réttlátum samningum verður þessi stjórnað að spyrja þjóðina. Það er bara augljóst.

Innrs eðli ESB hefur svo sannarlega sýnt sig í þessu máli.

  • Þessa stöðu ættu íslendingar að þekkja mætavel. Þetta er í eðli sínu svipuð staða og var á Íslandi þótt hún sé miklu alvarlegri.
    *
  • Enn er reynt að sigla íslenska samfélaginu aftur í svipaða stöðu og var fyrir hrun.
Grikkir kjósa nú í dag hvort þeir gangist við skilyrðum lánardrottna og gangist við nauðasamningum eða segi nei. Mjótt hefur verið á munum í skoðana könnunum en ljóst er að Grikkir eru í miklum vanda sama hvernig fer.
RUV.IS
 
 

mbl.is Grikkir greiða atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kristbjörn: "M.ö.o. að þeir borgi sem stofnuðu til skuldanna upphaflega."

Varstu sömu skoðunar í Icesave málinu?

Guðmundur Ásgeirsson, 5.7.2015 kl. 14:42

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Já Guðmundur.  Þá kaus hægri stjórnin (Geir Haarde undir stjórn Baldurs Gðlaugssonar, ég er viss um að hann var í skelfilegri stöðu til samninga) að gera samninga við breta og hollendinga um greiðslur fh. innistæðutryggingasjóðs sem þjóðin hefði átt í miklum erfiðleikum að greiða þótt það tæki áratugi. 

Reynt var að gera betri samninga (Svavarsnefndin) og þeir urðu illskárri. Einkum vegna þess að samið var um að eignir þrotabúsins erlendis færu í að greiða þessa skuld og eignirnir reyndust miklu meiri en fyrst var vitað. Ég var ekkert sérstaklega ánægður. 

Samningsaðstæður bötnuðu síðan verulega. Síðasti samningurinn sem gerður var og þjóðin hafnaði hefði verið skásta lendingin. Enda engin eftirmál. Ég sagði já.

Nú bíður þjóðin eftir eftirmálunum sem engin veit hver verða en kröfurnar eru ógnarháar.

Kristbjörn Árnason, 5.7.2015 kl. 14:57

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vá hvað þetta var öfugsnúið svar. Ef þú kaust "já" Icesave samningunum, þá varstu ekki sömu skoðunar og í tilvitnuðum ummælum.

Þú segir: "Síðasti samningurinn sem gerður var og þjóðin hafnaði hefði verið skásta lendingin. Enda engin eftirmál."

Þetta er rangt vegna þess að sá samningur var ólöglegur og fól meðal annars í sér brot gegn stjórnarskrá og fullveldi Íslands, sem þeir gerðu reyndar allir.

Það er einnig rangt að þeim samningum hefðu ekki fylgt nein eftirmál, heldur hefðu þeir umsvifalaust leitt til greiðslufalls og sett okkur í sömu stöðu og Grikkland er nú.

Enn fremur hefði sá samningur falið í sér brot gegn EES-samningnum, og af því hefðu orðið eftirmálar þegar Ísland hefði verið kært til EFTA-dómstólsins fyrir það brot.

Þetta er ekki fullyrðing út í bláinn heldur var raunverulega hópur réttsýnna borgara tilbúinn að undirbúa slík málaferli hefði þeirra reynst þörf til að hnekkja samningunum.

Svo heldur þú áfram og segir: "Nú bíður þjóðin eftir eftirmálunum sem engin veit hver verða en kröfurnar eru ógnarháar."

Þetta er kolrangt því það þurfa ekki að verða neinir eftirmálar eða frekari kröfur gagnvart íslenskum almenningi, ekki frekar en við viljum.

Meira að segja hafa Bretar og Hollendingar núna loksins viðurkennt það. Hvers vegna vilt þú ekki horfast í augu við þessar borðleggjandi staðreyndir?

Það er hreint ótrúlegt eftir mörg ár og allt sem á undan er gengið skuli enn vera til fólk sem sé haldið svona alvarlegum ranhugmyndum um þetta mál.

Jafnvel svo að jaðrar við þráhyggju.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.7.2015 kl. 15:17

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Guðmundur, ef hann hefur verið ólöglegur hefði aldrei verið kosið um þann samning. Málið hefði þá bara farið fyrir dómstóla. Þeir sem beittu sér gegn samningi hefðu auðvitað farið þá leið sem hefði verið örugg ef hún hefði verið ólögleg.

Eftirmálin sem ég minntist á eru vegna nýlegra frétta frá því vor um að þessar þjóðir hafi gert kröfur á Ísland vegna neyðarlaganna. Þ.e.a.s. vegna þess að viðskiptavinum bankanna var mismunað eftir þjóðernum sem stangast á við regluverk ESB og Íslandirgekkst 1. janúar 1970 með EFTA-aðildinni.

Vonandi er þetta bara röng frétt, því við erum búin að fá nóg, jafnvel þótt við höfum þegar greitt nafnverðið samkvæmt ,,Svavars-samningum" 

Hvers vegna? Það er vegna þess að álit ESA sem kom eftir að við vorum að mestu búin að greiða þessa skuld, er ekki bindandi dómur í sjálfu sér. Það hefur enn ekki komið neitt formlegt frá þessum vinaþjóðum okkar um að þær hafi hætt við að sækja skaðabætur til íslendinga. 

Vonandi erum við sammála um Grikklandsmálin.

Kristbjörn Árnason, 5.7.2015 kl. 15:36

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er eins og þú sért ekki að ná því, að þeir samningar sem kosið var um hér, voru einmitt ólöglegir. Þeir sem beittu sér gegn þeim ólöglegu samningum höfðu rétt fyrir sér, og kröfðust þess því að látið yrði reyna á málið fyrir dómstólum. Málið fór á endanum fyrir EFTA-dómstólinn sem staðfesti ólögmætið, en það hefði aldrei gerst nema af því að við höfnuðum samningunum.

Eftirmálin sem þú nefnir svo, um hvort viðskiptavinum bankanna hafi verið mismunað eftir þjóðerni, voru einmitt meðal þess sem haldið var fram í málinu fyrir EFTA-dómstólnum. Niðurstaða dómsins var sú að svo hefði ekki verið, enda fengu allir viðskiptavinir innstæður sínar greiddar út að fullu eða fengu þær færðar yfir í starfhæfan banka þar sem þær urðu aðgengilegar.

Það er líka eins og þú haldir að "við" höfum greitt eitthvað vegna Icesave, en það er algjör misskilningur. Slitabú gamla Landsbankans hefur hinsvegar verið að greiða afborganir af þessu.

Enn fremur er það alrangt að ekkert formlegt hafi komið frá "þessum vinaþjóðum" sem þú nefnir svo, um að þær hafi hætt við að sækja skaðabætur til Íslendinga. Dómur EFTA-dómstólsins var nefninlega á þá leið að ekkert hefði verið brotið og engu tjóni hefði verið valdið, en einmitt þess vegna er enginn grundvöllur fyrir skaðabótaskyldu. Eftir að sá dómur féll viðurkenndu Bretar og Hollendingar þetta í verki í nóvember 2013, með því að stefna Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta til greiðslu á lágmarkstryggingu þeirra innstæðna sem þarlendir innstæðutryggingasjóðir greiddu út að fullu strax haustið 2008. Það er einfaldlega uppgjörsmál milli tryggingasjóðanna sem íslenskur almenningur eða ríkissjóður eiga enga aðild að.

Ég veit ekki hvaðan þú hefur verið að fá þínar upplýsingar, en þær eru greinilega kolrangar. Ég ætla að leyfa þér að njóta vafans og skrifa það á vanþekkingu frekar en illvilja.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.7.2015 kl. 19:44

6 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þriðjudagur 19.05.2015 - 10:23 - Ummæli (10)

Icesave-málinu ekki lokið

eftaicesaveÍsenska ríkið gæti þurft að greiða Bretum og Hollendingum um 1.000 milljarða króna vegna Icesave-málsins, verði fallist á ýtrustu kröfur þjóðanna fyrir íslenskum dómstólum.. Forsendan fyrir því er að EFTA-dómstóllinn úrskurði þjóðunum tvimur í vil varðandi þrjár spurningar um hvort sú tilhögun sem gripið var til vegna Icesave-samkomulagsins standist EES-löggjöfina. Verði úrskurður dómstólsins á þann veg að aðgerðirnar standist ekki lög geta Bretar og Hollendingar rekið mál á hendur íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Fréttablaðið greinir frá því í morgun að breski lögfræðingurinn Tim Ward hafi verið ráðinn til að fara með mál Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta. Ward hefur áður komið að málinu en hann var einn þeirra lögfræðinga sem kom að Icesave-málinu á sínum tíma.

Hæstiréttur Íslands staðfesti í mars mánuði úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Bretum og Hollendingum væri heimilt að leggja spurningar fyrir EFTA-dómstólinn. Spurningarnar snúast um hvort hvort það samræmist EES-samningnum að skuldibindingar innistæðutryggingarsjóðs takmarkist við eignirnar sem tiltækar voru þegar innistæður urðu ekki lengur aðgengilegar, þótt eignir dugi ekki fyrir lágmarkstryggingu; hvort heimilt hafi verið að stofna nýja deild um innlánstryggingarsjóð og hvort heimilt hafi verið að takmarka útgreiðslu úr sjóðnum við það sem tiltækt var í honum og krefjast þess að fallið verði frá frekari kröfum. Með öðrum orðum, hvort íslenska ríkið sé í ábyrgð fyrir ýtrustu kröfum á hendur sjóðnum.

Þó sagt sé hér í upphafi að allt að 1.000 milljarðar gætu fallið á íslenska ríkið er erfitt að henda reiður á því hversu háar ýtrustu kröfur þjóðanna eru. Innistæðutryggingarsjóður sendi frá sér tilkynningu í fyrra þar sem því var lýst að kröfurnar næmu um 556 milljörðum króna. Þegar vextir og kostnaður voru talin til var talið að krafan gæti numið um 1.000 milljörðum króna.

 

 

Kristbjörn Árnason, 6.7.2015 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband