Hallærisleg eftirá skýring

  • Gunn­ar Björns­son, formaður samn­inga­nefnd­ar rík­is­ins, sagði við aðalmeðferð í máli Banda­lags há­skóla­manna (BHM) gegn rík­inu í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag að kröf­ur BHM væru langt um­fram, næst­um tvö­falt, það sem samið var um á al­menna vinnu­markaðinum í lok maí­ mánaðar.

  • Formaður samninganefndar ríkisins fer eftir fyrirmælum fjármálaráðherra og er hans samningamaður í einu og öllu. Hann gat auðvitað ekkert um sjónarmið ráðherrans sem ullu því að ekki var sagt eitt orð við BHM vikum saman.
    *
  • Það eru þau viðhorf  fjármálaráðherrans um að opinberir starfsmenn skuli lúta stefnumótun samtaka atvinnurekenda í kjaramálum. Einnig, að opinberir starfsmenn ættu í raun ekki að hafa verkfallsrétt.

Það er rétt, að meg­in­krafa BHM hefði gengið út á launa­breyt­ing­ar, bæði að breyta launa­töfl­unni og eins að breyta því með hvaða hætti mennt­un skuli vera met­in til launa.

Launaliður­inn hefði verið sam­eig­in­leg krafa aðild­ar­fé­lag­anna átján, sem voru í sam­floti í kjaraviðræðunum. Hugmyndir  félaganna voru lagðar fram, kynntar og rökstuddar löngu áður en flóamenn og VR stigu fram á sviðið.

  • Um það er engin spurning, að samtök atvinnurekenda og ríkisstjórnin biðu eftir klofningsfélögunum því þessir aðilar opnuðu ekki munnin fyrr en þau komu að samningaborðinu.
    *
  • Væntanlega hafa farið fram ákveðin samráð milli þessara aðila áður en þeirra sjónarmið voru lögð fram.
    *
  • Þessi félög sviku félaga sína í ASÍ eins og oft áður.

Starfsgreinasambandið var því einnig sniðgengið, hunsað og samningsréttur þess vanvirtur.Það lagði ekki fram kröfur um húsnæðismál.

  • Húsnæðismálapakkinn er í raun styrkur ríkisins til fyrirtækjanna í landinu. Það var ekkert samráð um þann pakka nema við flóafélögin í sambræðingi við forystu ASÍ. Launfólk er m.ö.o. látið kaupa þennan sama húsnæðipakka í 4. sinn. 

Öll félögin gerðu meiri kröfur um launahækkanir en samið var um í lokin. En lágmarkslaunakröfur Starfs-greinasambandsins gerðu það samband að sigurvegara þessara samninga.

En unglingataxtar flóafélaganna gerðu flærnar að svikurum samninganna eins og oft áður.

Svik flóaflónna hjálpar einnig til við að halda niðri öllum tryggingabótum í landinu og um er að ræða ellilaunin, örorkubætur og væntanlega atvinnu-leysisbætur.

Samtök atvinnurekenda telja að upphæð þessara bóta séu í hreinni samkeppni við lægstu launaflokka sem samningar segja til um að laun eiga að vera í. 

Unglingar njóta almennt ekki markaðslauna.

 


mbl.is Kröfur langt umfram almenna markaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband