Össur virðist hafa nef fyrir handverki, þegar matur er annarsvegar

  • Margar af bestu ræðum Össurar eru svo sannarlega gott handverk bæði í inntaki og gerð, Ekki síst í flutningi.
    *
  • En því miður, að það svo að stór hluti af yngstu kynslóðunum hefur enga tilfinningu fyrir vönduðu handverki og tengingunni fyrir vönduðu handverki oft á tíðum og náttúruvernd.

Það er jafnvel sama fólkið gjarnan langskólagengið sem vill varðveita gömul hús og hefur lesið um bókmenntir sem einnig er handverk rétt eins tónmenntirnar. Leyfir sér að eyðileggja annað handverk með eltingarleik sínum á eftir ómerkilegum tískustraumum.

Sumt af þessu handverki er afbragðsgott og merkilegt en annað lélegt. Almennt séð er þetta allt eftirlík-ingar af hlutum sem hafa verið gerðir annarstaðar ef maður kýs að líta þannig á málið.

T.d. uppfinningin stóllinn er vel yfir 6000 ára gömul. Ekkert er nýtt undir sólinni og nýjungar koma gjarnan nýjum með uppfinningum á tækjum eða verkfærum.

Þannig hefur það verið í gegnum aldirnar, það voru mikil vatnaskil í handverki þegar vatnmyllurnar hófu sín störf í Evrópu rétt eins og vatnaskilin sem tölvan hefur orsakað.

Ég rakst á þessa auglýsingu sem sýnir mér skemmdarverk og óvirðingu fólks fyrir vönduðu handverki. Einnig alvarleg aðför að náttúrunni,eikin er gjarnan nær 300 hundruð ár í vexti.

Menn geta tæplega hrópað hátt um náttúruvernd og tekið þátt því um leið að ganga með þessum hætti að afurðum jarðarinnar og merkilegrar menningar.

  • Þetta er hörmuleg sjón

Þetta borð og stólar voru algeng í framleiðslu á Íslandi upp úr 1920 og eitthvað fram yfir seinni heimsstyrjöldina. Síðan hefur þetta sem hér er sýnt verið eyðilagt.

Þessi húsgögn voru smíðuð úr eik, er síðan var reykt og áborin með pólitúr, en síðan lökkuð með þunnu sellulósa lakki. Það er rétt að settin voru smíðuð úr massívri eik. Aldrei hefur verið talað um plankaeik í húsgögnum.

Ekki er ólíklegt að þessir hlutir hafi verið smíðaðir hjá Krisjáni Siggeirssyni hf. En þau voru nokkur verkstæðin sem smíðuðu áþekk borðstofu sett. Þau eru smíðuð eftir danskri fyrirmynd. Svona húsgögn voru aldrei notuð í eldhúsi á þessum tíma, þau voru allt of dýr til þess.

Þessum borðum fylgdu oftast sex stólar en stundum átta og þá voru gjarnan þessir tveir  armstólar með hærra baki, stór borðstofuskápur (skenkur) hann var notaður fyrir sparistellið mataráhöldin á flottustu yfirstéttarheimilum og einnig fylgdi það sem kallað var anítuborð eða minni skápur fyrir dúka og þess háttar.

Ekki er ólíklegt að heilt svona sett hafi kostað þrenn ef ekki fern árslaun verkamanna fyrir stríð. Þá hefur fína postulínið, silfrið og atlas-silkidúkarnir ekki kostað neina smáaura.

Þá voru nánast alltaf stórar látún ljósakrónur með kristalljósaskreytingum hangandi yfir slíku borði.

Reyndar eru þessi húsgögn á myndinni af ódýrari gerðinni og framleidd hér innanlands. Því alltaf voru þessi borð stækkanleg, þetta borð er með einfaldri útgáfu af stækkunarbúnaði. Síðan vooru til svonefnd ensk stækkun og hollensk sem gátu tvöfaldað stærð borðsins.

 
Mynd frá Dóra Sigurbjörnsdóttir

Um 100 ára gamalt planka/tré eldhúsborð, sem ég kalkmálaði- en auðvelt að ná henni af. Óska eftir raunhæfu tilboði

 


mbl.is Svona á að elda „eldsterkt hjarta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband