Skipta má um stjórn bankans, það geta eigendur vel gert.

  • Það er greinilegt að yfirstjórn Landsbankans er ekki starfi sínu vaxin ef hún ætlar sér byggja nýtt flottræfilshús í  „holunni“  við Hörpuna.

Það er bara alls ekki siðlegt eftir það sem undan er gengið hjá þjóðinni. Það er einnig augljóst að þjóðin myndi illa sætta sig slíkan gjörning.

Ég tek eftir því að Guðlaugur Þór segir  að landsstjórnin og Alþingi geti ekki og eigi ekki að hafa afskipti af rekstri bankans.

Ég teldi það ekki vera að hafa afskipti af bankanum þótt ríkisstjórn ásamt Alþingi væru samhljóða sammála þeirri stefnu að koma í veg fyrir slíkan gjörning. 

 

Það er hægt að skipta um stjórn, þá geta eigendur bankans komið í veg fyrir slíkt athæfi. Annað eins hefur verið gert en þá verður að vera einhugur um það.

Kalla má saman auka aðalfund til að breyta um stefnu og jafnvel að skipta um stjórn ef ekki vill betur. Það er ekki farið eftir venjulegum þingskaparlögum þegar kosið er í stjórnir fyrirtækja eða banka.

Það er örugglega skynsamlegra fyrir bankann að fara með höfuðstöðvar sínar á ódýrari stað í borginni sem liggur vel við umferð eða bara í eitthvert nágranna sveitarfélagið. 

Á slíkum stöðum eru bæði til betri og rýmri lóðir og þá eru einnig til illa nýtt hús sem væri örugglega ódýrara fyrir bankanna að nota.

Nútíma bankastarfsemi er að verða eins og hver önnur tölvustýrð verksmiðjuvinna. Það hlýtur að vera akkur í því einnig að selja allt þetta aukahúsnæði í miðborg-inni.

Þá  yrði það mikill greiði við borgina að bankinn færði gamla húsið við Austurstræti og Pósthússtræti í upprunalegt horf og þessar fáranlegu viðbyggingar yrðu rifnar af húsinu og að það stæði að mestu leiti sjálfstætt.

Við það gæti myndast fallegt torg í miðborginni. En þar mætti gjarnan vera útibú frá bankanum ef það er nauðsynlegt.

Það eru tvær fallegar bankabyggingar í miðborginni sem hafa verið stórlega skemmdar með viðbyggingum, það væri virðingarvottur við borgina og þjóðina að færa þessar byggingar tvær í sitt fyrra horf. 


mbl.is Móðgun við viðskiptavini bankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband