Þetta er ekki samkomulag heldur kúgun

  • Það er ekki grískur almenningur sem kom þjóðinni í þessa ánauð, þótt vissulega hafi margir reynt að spila með og makað krókinn. En það er ævinlega frekar lítið sem launamenn geta sýslað með, miðað við grósserana.  

Grískur almenningur enn í fjötrum

fasista afla Evrópu

,,Grískur almenningur er sekur um það sama og íslenzkur almenningur. Kusu bófa í áratugi til að fara með stjórn landsins. Samt er ranglátt, að fátækir Grikkir megi deyja drottni sínum. Bófarnir hirtu féð, sem bankar mokuðu í Grikkland. Komu því fyrir í skattaskjólum eins og íslenzkir bófar.

Á báðum stöðum sleppa bófarnir, en almenningur situr eftir með sárt ennið. Vissulega hafa Grikkir reynt að svindla á kerfinu og að komast hjá sköttum. Hafa nú þegar borgað það dýru verði.

En smámennin í Evrópusambandinu baka sér bara fyrirlitningu með að reyna að kreista blóðdropa úr grísku þjóðinni. Nóg er komið af hefndarþorsta". (Jónas)

Útgerðin hefur haldið íslendingum í heljargreipum áratugum saman og ekki batnaði ástandið þegar þeir fengu einkaleyfi á fiskinum í sjónum og gáti margfaldað gróðan á kostnað verkafólks. Síðan komu einkavæddir bankar inn í spilið og þjóðarauðnum rænt og hann færður í felur.


Hverjir eru eigendur íslensku togaraútgerðarinnar í raun? eru það kanski erlendir aðilar meira og minna?

Stór grosserarnir hafa verið að verja góssið fyrir dómstólum árum saman og virðast geta haft rándýra skósveina í sinni þjónustu úr lögmannastétt. Ránsfengurinn er í felum á sömu slóðum og góss frá Grikklandi.

Við sjáum nú vel innsta eðli ESB sem er nákvæmlega eins og innsta eðli útgerðarmanna og bankamanna á Íslandi.

Það voru einmitt útgerðarmenn sem hrundu íslendingum inn í fordyri EB eða ESB sem kallað er EFTA og þar með var hagsmunum stórs hluta fórnar fyrir tollaafslátt á fiski. Þá varð að fórna og þjóðin var sett í fjötra ríkjasambandsins. 

Fólk sem starfaði í iðnaði missti aleigu sína í þúsudavís og öllum ráðamönnum var nákvæmlega sama.

Ég get ekki að því gert, þetta minnir mig hastarlega á það þegar Ísland var hrakið inn í EFTA.

Þá voru sérfræðingar frá helstu nágrannalöndum okkar einkum á frá norðurlöndunum búnir að skoða og greina allan íslenskan iðnað og þau tækifæri sem þar vo
ru.

Það var látið líta svo út sem það væri til að styrkja íslenskan iðnað en svo var ekki í reynd.

Síðan fékk iðnaðurinn sérfræðiaðstoð erlendis frá, eftir örstuttan tíma uppgötvuðum við að þessir svo nefndir sérfræðingar voru fyrst og fremst sölumenn fyrir hin og þessi fyrirtæki innan EFTA.

Einnig áttuðum við okkur á því að þessir menn höfðu minni þekkingu en við hér heima á faglegum þáttum. Þetta voru fyrst og síðast markaðsmenn.

Í kjölfarið hófst innflutningur erlendra aðila inn á þennan litla markað, upphófust niðurboð á vörum. Iðnaðurinn var síðan markvisst brotinn niður og hefur aldrei náð sér á strik, kaupmenn ráða og það hentar útgerðinni vel sem eru þátttakendur í innflutnings-versluninni og hafa gert sig breiða fyrir kvótagróða.

Ljóst er, að lánadrottnar Grikklands hafa sigur í þessari orystu. En þeir eru tæpast búnir að sigra þjóðina sjálfa einkum almenning. ESB löndin eru greinilega að hugsa um eigin hag og hag fyrirtækja sem eru í eigu forystumanna í löndum ESB.

Þessa pólitísku línu frjálshyggjunnar þekkjum við nokkuð vel á Íslandi, en frjálshyggjan náði föstum tökum á Íslandi við inngönguna í EFTA forðum. Þá var miklu fórnað fyrir ákveðna atvinnugrein á Íslandi sem hefur stjórnað Íslandi í 100 ár.

Sjá mátti íslenskan forsætisráðherra sem mátti krjúpa við fótstall undirmanna ESB og hann varð þar lofa því að vera góður og prúður.

Hann varð að lofa því hávaðalaust að ESB fengi öruggan aðgang að orku Íslands og að styðja ESB um aðgang að Norðursvæðaráðinu og öllu svæði því sem Ísland ræður yfir á hafinu.

Það vantaði ekkert upp á hnjáliðamýktina, Ísland beygir sig áfram fyrir þessu valdi rétt eins og þeir væri í ESB. Allt fyrir útgerðina.


mbl.is Uppgjöf eða nauðsyn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég held að fáninn með þessari grein lýsi ástandi Evrópu eins og það er í dag.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.7.2015 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband