Spurningin um val, þegar keypt eru lyf.

  • Árum saman má segja, að þegar ég hef keypt lyf sem orðið er býsna algengt hin síðari árin hafa þau verið samheitalyf.

Lyfin sem maður fær frá lyfsalanum eru gjarnan samheitalyf frá hinu ,,íslenska fyrirtæki Actavis" 

Þetta hefur nánast verið einokunarverslun og maður hefur sætt sig við það vegna þess að fyrirtækið var sagt íslenskt.

 

 

  • Nú er svo komið að það er ekki lengur íslenskt.
  • Það sem verst, er að nú eru það aðilar í Ísrael sem eiga fyrirtækið. 

Ég eins og margir aðrir íslendingar hef ofboðið að verða vitni af þeim skepnuskap og hryðjuverkum sem Ísraelsríki hefur sýnt Palestínuþjóðinni.

Þar sem þetta fasistaríki, sem fer með morð-herferðum þegar þeim hentar gagnvart lítilli og allslausri þjóð sem reynir að verja sig með grjótkasti og heimagerðum flugeldum gegn fullkomnustu vopnum sem til eru.

Þá er ekki með góðu móti hægt að eiga viðskipti nokkurn aðila frá þessu herríki.

Stór hluti Paletísku þjóðarinnar hefur verið hrakin á brott úr heimalandi sínu og Ísraelsmenn hafa hirt eignir þess algjörlega. Fólkið fær ekki að snúa heim aftur og fær ekki eigur sínar afhentar. 

Ég vil ekki versla við Ísraelst fyrirtæki. Eigum við íslendingar einhvern annann valkost er við kaupum okkur lyf.

Eða ætlar ríkisvaldið að krefjast þessa að við kaupum áfram þessi lyf sem nú eru framleidd af Ísraelsmönnum? 


mbl.is Teva kaupir Actavis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband