Vorleikurinn í köllunum hjá samtökum atvinnurekenda er ótrúlegur.

  • Öllu er tjaldað til í áróðrinum og vælt heil ósköp vegna væntanlegrar hækkunar á smjöri.

Í rökum MS segir að framleiðslan á smjöri standi ekki undir sér, en samt vilja þeir halda áfram þessari framleiðslu. Hér á árum áður söfnuðust upp stærðar smjörfjöll vegna sölutregðu á smjöri.

Í öllum venjulegum atvinnugreinum væri framleiðslunni bara hætt ef hún stæði ekki undir sér. Það blasir við að þessari framleiðslu þarf að hætta.

En Haga forstjórinn er tæplega að hugsa um vísitöluhækkanir á lánum fólks þegar hann hækkar verð á vörum sem hann selur í búðum fyrirtækisins.

Þessi væll er sérlega hallærislegur og það er holur hljómur í rödd forstjórans.

En það er svo sannarlega rétt sem Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar segir. Það er nauðsynlegt að fara yfir þetta verðmyndunarkerfi í landbúnaðinum. Það er nauðsynlegt að láta markaðs-aðstæður hafa einhver áhrif á verðin.

  • Launfólk vill svo sannarlega að bændur hafi ekki lakari laun en þeir, en launamenn munu aldrei sætta sig við það að þurfa að styrkja framleiðslufyrirtækin með hækkuðum sköttum.
Tuttugu milljóna króna verðtryggt lán hækkar um 6.700 krónur vegna hækkunar mjólkurverðs. Mjólkurbóndi og þingmaður segir að bændur hafi búist við meiri hækkun.
RUV.IS

mbl.is Miklu meiri hækkanir en vænta mátti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband