Hagsmunagæsla af verstu gerð

  • Í mínum huga eru lögregluyfirvöld í eyjum algjörlega undir hælnum á yfirvöldum í eyjum og ölkærum almenningi þar. 
  • Þetta hefur legið ljóst fyrir finnst mér,árum saman.

Þetta er svallveisla og allt er gert til að gera hina mikla drykkju ungmenna og raunar fullorðins fólks, eðlilega. 

 

Að sjálfsögðu er seldur bjór á svæðinu og hann auglýstur. Börn undir 18 ára aldri er óheimilt að vera á vínveitingastað nema í fylgt forráðamanna.

Þetta er kölluð fjölskylduhátíð og kornung börn eru höfð innan um drykkjulæti dögum saman. 

Þau eru látin halda að þetta sé eðlileg háttsemi ölvaðra foreldra sinna  á almennri tjaldsamkomu.

Það eru íþróttafélögin á staðnum gott ef þau tilheyra ekki ungmennafélagshreyfingunni sem standa fyrir þessari ómenningu.

Félögin með algjörlega siðlausum hætti gera allt sem þau geta til að græða á aðkomufólki sem fer út í eyjar og eyða þar stórum hluta af sumarhýrunni í fylliríið.

  • En nú eru breyttir tímar, áður fyrr fannst almenningsálitinu einkum í eyjum og raunar upp á fasta landinu einnig bara eðlilegt að ungum stúlkum væri nauðgað ef þær höfðu fengið sér sopa af víni eða af öðrum áfengum drykkjum.
    *
  • Nú hafa ýmis önnur ekki síður hættuleg vímuefni bættst við.
    *
  • Nú hefur almenningur allt önnur viðhorf einkum konur og hafa risið upp og andmælt kröftulega um land allt. 
    *
  • Jafnvel konur í eyjum hafa skipt um skoðun en það er erfitt þar, að vera á móti.
    *
  • En alltaf fjölgar þeim eyjamönnum samt sem flýja af svæðinu fyrir verslunarmannahátíðina.

Sterkasta vopnið gegn nauðgunum hefur verið að fjölmiðlar hafa verið virkir við að segja fréttir af ofbeldinu og þeir hafa miskunarlaust fordæmt slíka háttsemi.

Nú skulu málin þögguð sem lengst. Þeim sem hefur verið nauðgað búa að slíkri hörmungarreynslu áratugum saman og reyna gjarnan að leyna slíku fyrir sínum nánustu og fyrir öllum. Nú á að taka upp gamla siðu á ný.

Enn eru nauðganir í gangi á „þjóðhátíð“ og fréttir af ófögnuðinum hefur verið mikill þrándur í götu fyrir græðgisöflunum í Vestmannaeyjum.

Vegna þessara ódæðisverka er kominn ljótur stimpill á þetta sukk. Því skal nú þegja yfir ódæðisverkunum sem lengst. Því verður það bara fyrir tilviljun að fréttir berist af ofbeldinu.

Það er augljóst í mínum huga að lögregluyfirvöldum í eyjum er ekki treystandi til að annast eðlilega löggæslu á þessum skröllum. 

Enga trú hef ég á því að börn undir 18 ára aldri sé bannaður aðgangur að drykkjuveislunni eða að þau þeirra sem sýna af sér drykkjulæti séu látin sýna passa til að sanna aldur sinn og ef þau eru undir aldri séu þau látin blása í alkahólmælir.

Ef þau eru undir áhrifum séu þau sett til hliðar og foreldrum tilkynnt um athæfið og þess krafist að þau sæki börn sín enda eru þau þarna á þeirra ábyrgð.Þau eiga að bera ábyrgð á börnum sínum.

Ef ekki, eru lögregluyfirvöld að fara á svig við lög og reglur. Hagsmunir gróðapunganna ráða för og t.d. börn eyjamanna skipta greinlega engu máli.


mbl.is Ákvörðunin byggi á skilningsleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég held ekki að Karl Gauti(fyrrverandi lögreglustjóri) hafi verið undir hælnum á yfirvöldum í Eyjum. En það er örugglega mikið álag hjá löggæslunni á árlegri þjóðhátíð þar.Karl hafði verulegar áhyggjur man ég,þegar Landeyjarferjan var tilbúin,taldi þjóðhátíðina ekki rúma þá aukningu hátíðagesta við það,m.a. aðgang að salerni ofl. 

Helga Kristjánsdóttir, 30.7.2015 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband