Engin reiknar með því að íslendingar hætti að hundelta ESB eða Bandaríkin

  • Þessi þingmaður ætti að tala varlega. Hann ætti að láta vera að gaspra og leyfa sér að afvegaleiða umræðuna.
    *
  • Íslendingar eru í miklum meirihluta á þeirri skoðun að við sem þjóð eigum að halda uppi hlutleysi í átökum gömlu herveldanna.
    *
  • En auðvitað getum við sagt okkar skoðun og komið henni á framfæri en að vera beinir aðilar að átökum sem þessum er bara fráleitt.

Það er aðeins stigsmunur á virkri þátttöku íslendinga í átökunum í Úkraínu og þátttöku Íslands í Írak forðum. Þarna er stríð í gangi.

Þetta brölt utanríkisráðherrans hefur því miður aldrei farið alvarlega umræðu á vettvangi Alþingis eða í þjóðfélaginu.

Þetta eru bara mismunandi fasistar að takast á um yfirráð yfir landi. Krímskagi er gríðarlega mikilvægur staður fyrir hernaðarlega hagsmuni herveldanna. Þetta stríð stendur ekki um lýðræðislega hagsmuni fólksins á svæðinu og eða aðra mikilvæga stöðu þess

Ef íslendingar beita viðskiptabanni gagnvart einhverri þjóð (þ.e.a.s. tilkynni viðkomandi þjóð að íslendinar hætti að kaupa vörur frá þessari þjóð með formlegum hætti eða pólitískum hætti) , geta íslendingar tæplega vænst þess að viðkomandi þjóð kaupi af okkur vörur áfram eins ekkert og hafi í skorist. Þetta er auðvitað bara rugl.

En ESB hefur einnig ákveðið formlega, að kaupa ekki af íslendingu makríl) Það eru viðskiptaþvinganir.

Bandaríkjamenn leggja íslendinga í einelti vegna hvalveiða eins fyrirtækis með velvilja núverandi stjórnvalda. ESB stendur með þeim í þessu einelti. Það eru einnig viðskiptaþvinganir þótt við séum margir íslendingar á móti þessum veiðum.

En við látum sem ekkert sé. Ef íslenska þjóðin hefði eitthvert afl á alþjóðlegum vettvangi myndi hún auðvitað beita svona kúnstum eftir eigin geðþótta. En svo er bara ekki sem betur fer.

Rússland er nú að hugsa um að verða þriðji aðilinn sem er með formlegar viðskiptaþvinganir gagnvart íslendingum

En íslendingar geta haft skoðun á hlutum þótt þjóðin taki ekki þátt í átökum herþjóðanna um heimsyfirráðin

Eina hlutleysið hlutleysi gleðikonunnar


mbl.is Vanhugsuð þátttaka í viðskiptabanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála.  Þarna er gjá milli þings og þjóðar.  Þingmenn vilja í þingmannaklúbbinn ESB og er slétt sama um allt annað.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.8.2015 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband