Vissulega hefur utanríkisstefnan nú breyst, gömlum lummum hefur verið velt upp á ný

  • Á 70 ára afmæli lýðveldisins hefur Sjálfstæðisflokkurinn í raun verið einráður utanríkisstefnu þjóðarinnar í 54 ár.
    *
  • Það varð áþreifanleg breyting á utanríkisstefnu Íslands í tíð vinstri stjórnarinnar og margir góðir siðrænir hlutir gerðir.
    *
  • En nú hefur skútunni verið snúið hart á stjórnborða á ný. Nú er allt sem áður var, að það eru hagsmunir bæði viðskiptalegir og flokkspólitískir 

Siðræn sjónarmið hafa aldrei átt upp á pallborðið hjá þeim stjórnmálaflokkum sem fara með stjórn landsins í dag. Að vísu hafa komist í þetta ráðuneyti ungæðislegir kratafolar sem hafa einstöku sinnum stigið gagnleg víxlspor í hreinni óþökk ráðandi afla í samfélaginu.

Í tíð vinstristjórnarinna var þess freistað að ná betri samningum við ESB en þeir samningar sem íslenska þjóðin hefur búið við frá 1. janúar 1970. Sem var uppfærður 1993. Þessir samningar taka fyrst og fremst mið af hagsmunum einstakra atvinnugreina.

Hagsmunir almennings eru iðulega fyrir borð bornir og slík ákvæði samninga sem snúa að bættum réttindum almennings eru gjarnan hunsaðir algjörlega. Stór hluti þjóðarinnar vildi láta reyna á betri samningskjör. En þeir sem njóta ýmissa forréttinda núverandi samningum vildu engu breyta.

En síðan pólitískir flokkar elítunnar komust í stjórnarráðið hafa íslensk stjórnvölda algjörlega hlýtt þeirri línu sem ESB og Bandaríkin hafa sett fram í öllum málum. Algjörlega án þess að gera nokkurntím athugasemdir eða fyrirvara.

Nú er íslenskri þjóð vandi á höndum, vegna stefnuleysis ríkisstjórnarinnar sem mun bitna harkalega á landanum nema að til komi kraftaverk. Hvergi bólar á sjálfstæðri stefnu og það rétt sem sagt er af framkvæmdastjóra gamla LÍÚ: „Að við eltum ekki bara í blindni Evrópusambandið sem við erum ekki aðilar að og höfum engin tækifæri til að hafa áhrif á þegar kemur að mótun slíkra hluta.“

Kolbeinn þessi Árnason kallar eftir opinni umræðu um utanríkismál á miklu breiðari grundvelli en áður hefur tíðkast. En í 54 ár hefur þessi umræða farið fram í kústaskáp í húsakynnum Sjálfstæðisflokksins. Þar hefur mottóið verið, því færri sem koma að þessari umræðu því betra.

Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir sjávarútveginn ekki vera að biðja um frekari styrki, eins og utanríkisráðherra nefndi sem möguleika í gær. Hann vill að Íslendingar móti eigin stefnu um hvernig taka skal á...
RUV.IS
 
 
  •  
     

mbl.is Ísland móti sína eigin stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband