Hvers vegna var sykursköttum aflétt á Íslandi?

  • Setti ríkisstjórnin hagsmuni nokkurra framleiðenda og innflytjenda á sykurvörum í forgang á kostnað almennings?

Á meðan íslensk stjórnvöld hafa verið að aflétta sérstökum sköttum af sykurvörum eins og á gosdrykkjum, eru til umræðu í öðrum löndum að leggja verulega háa skatta á þennan vöruflokk.

Rætt er um að skatttekjur geti runnið beint í heilbrigðiskerfið.

Það er vegna þess að óhófleg neysla sykurvara af hálfu þjóðarinnar kallar á verulega aukin útgjöld í heilbrigðiskerfinu .

Eru gosdrykkjaframleiðendur að styrkja Sjálfstæðisflokkinn bak við tjöldin?

Jú, jú það er bannað nema að vissum mörkum. En ef vilji er fyrir hendi þá er það mjög auðvelt.

Íslendingar eru sérfræðingar í því að fara á svig við slíkar reglur þegar peningar eru annarsvegar.

Þótt þessi sérstaki skattur hafi verið aflagður, hefur verðið á sykurvörunum ekki lækkað.

Komið er í ljós að Coca-Cola hefur veitt jafnvirði hundruð milljónum króna til samtaka sem auglýsa þann boðskap að offitufaraldurinn í Bandaríkjunum orsakist af hreyfingarleysi...
STUNDIN.IS

mbl.is Coca-Cola til varnar sykrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gallinn við sykurskattinn á Íslandi var sá að hann var ekki eingöngu lagaður á sykraðar vörur. T.d. Var hann lagður á Diet kók, Kristal, Top, Extra tyggjó og allar vörur sem innihéldu gervisætu eða kolsýru. Einn stærsti innflytjandi sykurs í landinu var hinsvegar undanþegin skattinum á sínar vörur og það var mjólkursamsalan.


Gervisæta er kaloríulaus og hefur ekki verið sannað að hún hafi nein skaðleg áhrif á líkamann þar sem hún hefur engin áhrif á insúlínframleiðslu og blóðsykur, er í rauninni bara bragðefni. Það er hinsvegar sannað að sykur er baneitraður og er ástæða þeirra heilsufarsvandamála sem við glímum við í dag. Ýmis hagsmunasamtök sykurframleiðenda eru að reyna að koma ljótu orði á gervisætu til þess að fólk haldi áfram að borða sem mestan sykur enda miklir hagsmunir að baki, það versta er að fólk trúir þessu bulli. 

Það þarf fyrst of fremst hugarfars breytingu hjá almenningi, að fólk fari að hugsa hvað það sé að láta ofaní sig.   

Gunnar (IP-tala skráð) 12.8.2015 kl. 09:55

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

sammála Gunnar

Kristbjörn Árnason, 12.8.2015 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband