Einræðistaktar

  • Það er auðvitað mikilvægt að allir berji höfðingjann augum og hneigi sig fyrir goðinu og sýni auðmýkt lotningu er hann flytur ræðu á setningarathöfn skólans.

Þetta eru taktar sem minna á Stalín, Hitler og einræðisherrann í Norður Kóreu. Að mínu mati. Væntanlega fer fram tónlistargjörningur og sýndur dans.

Allt í stíl slíka stjórnarhætti þar sem hótanir eru viðhafðar ef skráðir nemendur mæta ekki. Einkum nýnemar. Eru þó allir nemendur búnir að greiða himinhá skólagjöld. Væntanlega væru þau þá endurgreidd, eða hvað.

Hér má sjá RÚV-fréttir frá Tælandi af tveim dómum sem líkist þeim vinnubrögðum sem skólinn vill tengja sig við. 
Agndofa yfir meiðyrðadómum

 

Ætli hann sjái svo um að grislingarir í skólanum gangi þrifalega um og hætti að henda sorpi út um glugganna á skólanum. 

Þegar ég bjó í næsta húsi við þennan skóla sem voru allmörg ár kom fyrir að ég fór með ruslapoka sem ég hafði tínt ruslu frá nemendum og henti inn á gang skólans.


mbl.is Gætu misst sætið í skólanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eða bara "agi"  - er það ekki bara af hinu góða - er ekki alltaf verið að tala um að íslendingar séu agalausir

Lara (IP-tala skráð) 11.8.2015 kl. 18:19

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ekki veit ég hver þú ert Lara, en almennt er ég ekki vanur að svara nafnlausum aðilum.  Þú spyrð þetta sé ekki bara aðferð til að halda uppi aga. Spyrð hvort þetta er ekki bara af hinu góða.

    • Stutta svarið er, nei.

    Það vill svo til að ég er er reyndar framhaldsskólakennari kominn á eftirlaun fyrir mörgum árum. Þegar ég var í gunnskóla gekk umsjónarkennarinn um bekkinn með baraefli og barði þá nemendur með vopninu sem lutu ekki vilja hans í einu og öllu.  Í bekknum voru 34 nemendur og hann þótti góður kennari sem hélt uppi aga að sagt var.

      • Sannleikurinn var einmitt sá, að kennarinn gat ekki haldið uppi aga. Hræddi okkur krakkanna með barefli.  Hjá þessum kennara var ég í 4 vetur.

      Góð agastjórn fellst í allt öðru en að ógna. Það er sama hvort um er að ræða í skóla eða á venjulegum vinnustað.  Til forna var var algengt að verkstjórinn gengi um með svipuna á lofti og þrælarnir sem voru vinnandi menn á þeim tímum óttuðust svipuna vegna sáraukans sem hún olli þeim sem fyrir henni varð.

      Margir jafnaldrar mínir hér í Reykjavík voru sendir á betrunarheimili og nægir að nefna eitt þeirra sem var Breiðuvík. Yfirleitt voru það börn af fátækum óregluheimilum sem lentu þarna. Þetta voru nánast alltaf ADHD krakkar sem voru óþægilega ofvirkir.  

      Góð agastjórn fer þannig fram að stjórnandi ber virðingu fyrir þeim sem hann á að stjórna. Reynir að virkja alla til góðra verka og þá eftir hæfileikum hvers og eins. Það gerist ekki með ógnunum, það gerist ekki með því að reyna að hræða. Það er gerist ekki með að hræða lítil börn með Grýlu ef þau gera eitthvað rangt. Það gerist ekki með því að loka börn inni í skammarkrókum. (Breiðuvík) Það gerist ekki ógnunum um rassskellingu. Slíkt ofbeldi gagnvart börnum er reyndar bannað með lögum.

      Ég fæ ekki séð hvaða vald skólastjórn í framhaldsskóla hafi til að geta rekið nemanda úr skóla af þessari sök sem um getur. Nemendur eru þegar búnir að greiða mjög há skölagjöld fyrir allann veturinn. Ef  þetta er ekki skólareglum er nemandi hefur undirgengist með undirskrift ásamt ábyrgum forráðamönnum.

      Samkvæmt námskrá eiga framhaldskólar að vera lýðræðislega stofnanir sem kenna nemendum að lifa í lýðræðislegu samfélagi og að bera virðingu fyrir öðrum. Þessi hótun ber enga virðingu með sér  og nokkuð sem nemendur geta ekki borið virðingu fyrir.  

      Kristbjörn Árnason, 11.8.2015 kl. 21:14

      Bæta við athugasemd

      Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband