12.8.2015 | 18:16
Ómerkilegur áróður frá samtökum verslunar og þjónustu
- ASÍ hefur bent á, að vöruverð í matvöruverslunum hefur hækkað verulega umfram skattkerfisbreytingar frá áramótum.
Vörukarfa ASÍ hefur hækkað hjá 9 verslunarkeðjum af 12 frá því í desember 2014 (viku 48) þar til í byrjun júní (vika 24). Þannig hefur vörukarfan hækkað meira en sem nemur breytingu á vsk. og afnáms sykurskatts hjá helmingi verslana.
Mesta hækkunin á þessu tímabili er hjá Iceland, Hagkaup, Víði og Kaupfélagi Skagfirðinga. Á sama tímabili lækkar vörukarfan hjá Kjarval, Krónunni og Nettó.
Í heildina er það mat verðlagseftirlitsins að breytingar á virðisaukaskatti og vörugjöldum gefi tilefni til hækkunar á verði matarkörfu meðalheimilis um u.þ.b. 1,5% en þegar innihald matarkörfunnar er skoðað nánar eru áhrifin á einstaka vöruflokka mjög misjöfn.
Um áramótin var virðisaukaskattur á mat- og drykkjarvörur hækkaður úr 7% í 11% auk þess sem vörugjöld voru felld niður af sykri og sætum matar- og drykkjarvörum.
- Breytingin um áramótin gefur því að hámarki tilefni til 3,7% hækkunar á matvöru en áhrifin á verði þeirra matvara sem innhalda sykur eða sætuefni ráðast af sykurinnihaldi vörunnar.
Almennt má því segja að þeim mun sætari sem varan er þeim mun þyngra vegur afnám vörugjaldanna í verðinu og þeim mun meira ætti hún að lækka í verði.
Þetta má sjá hér á heimasíðu ASÍ.
Vörukarfan hefur hækkað umfram skattkerfisbreytingar frá áramótum" (heimild heimasíða ASÍ nú í dag. Sjá link ASÍ)
Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, gagnrýnir viðmið sem Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, notar í Morgunblaðinu í dag.
Margrét segir að erfitt sé að ræða málin á faglegan hátt þegar aðeins sé tekið mið af sumarútsölum en ekki janúarútsölum í útreikingum. Hún segir að afnám vörugjalda og styrking krónunnar hafi skilað sér.
Það sjáist til dæmis á opinberum tölum Haga, stærsta fyrirtækisins á markaðnum, að álagning hafi ekki aukist.
Tímabilið sem ASÍ tekur er frá áramótum til dagsins í dag, segir Margrét. Í janúar eru útsölur. Þeir segjast hafa tekið inn og leiðrétt fyrir sumarútsölum en þeir leiðrétta ekki fyrir janúarútsölum.
Í janúar hafi verið stórt útsölutímabil og vörur lækkað um 5% á milli mánaða. Það segir sig sjálft, ef þú notar janúar, þá er þetta ekki að skila sér. Þetta er bara rangt viðmið og þetta er spurning um aðferðarfræði, segir Margrét.
Það er best að sýna fram á verðbreytingar frá ári til árs, frá júní til júní eða janúar til janúars.
- Ósannindi Margrétar felast í því. Að vörukönnun ASÍ nær aðeins til matvöru og matvara er almennt ekki útsöluvara eins algengt er með aðrar vörur eins fatnað svo eitthvað sé nefnt. Því eru þessar stafhææfingar Margrétar Sanders rangar. Það sem er verst, er að hún veit af því sjálf.
* - Þetta misræmi í staðhæfingum aðila gefur fulla ástæðu til þess að þessi mál séu tekin til umræði strax en ekki eftir hálft ár.
* - Þá ríkir tæplega eðlilegt ástand í verslun á Íslandi þar sem framleiðni er með því minnsta sem gerist í atvinnu rekstri vegna offjárfestingar og vegna óhóflegra skulda greinarinnar.
* - verslunin er í allt of dýru húsnæði og með of mikið af fólki til vinnu. Er bitnar á almenningi með allt of háu vöruverði og óhægstæðum innkaupum.
Fríhöfnin komin út fyrir efnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 19:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.