Hvernig væri að reikna rétt. 10% vaxtahækkun

  • Ef vextir bankans hafa verið 5% fyrir þessa vaxtahækkun og fara í 5,5% er það 10% hækkun á vöxtum sem er gríðarlega mikil hækkun á vöxtum á einu bretti.
    *
  • En seðlabankinn talaði um að hækka vexti um 0,5 prósentur en ekki um 0,5% á því er mikill munur.
    *
  • Orðaleikir eru ekki eru ekki skynsöm leið til að fela raunveruleikann. Þessi vaxtahækkun á að vera einhver forvörn samkvæmt fréttatilkynningu frá bankanum.
  • Líklega ætlaði blaðið að tala um o,5 prósentustig sem er auðvitað allt annar handleggur.
  • *
  • Ef 5% vextir hækka um 0,5% færu þeir í 5,025%  

Nú geta menn farið að hafa áhyggjur af þessu venjulega stjórnleysi og sérhyglinni sem ætíð fylgir efnahagstjórn Sjálfstæðisflokksins.

Það hefur einmitt sýnt sig að þessi flokkur hefur aldrei getað stjórnað efnahagsmálum og allra síst í samstarfi með Framsóknarflokknum.

Þetta eru einmitt íslensku verðbólguflokkarnir og nú geta þeir ekki sótt svikafé erlendis frá eins og þeir hafa alltaf reynt að gera til þessa. Þetta er algjörlega heimatilbúin óráðsía.

  • Fylgja Sjálfstæðisflokksins er s.s. kominn á stjá. Sjálfur verðbógudraugurinn er komin á fullt skrið, löngu áður en áhrif af síðustu kjarasamningum geta verið farin að spila með vísitölur.
    *
  • Kjörtímabilið rétt hálfnað og allt komið í óefni

mbl.is Stýrivextir hækka í 5,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afrita hér færslu sem Marínó G Njálsson skrifaði:

Seðlabankinn ákveður að auka kostnað heimila og fyrirtækja um tugi milljarða vegna þess að hann er búinn að auka svo mikið peningamagn í umferð með uppkaupum á gjaldeyri sem hann hefur þurft að fara í vegna þess að bankinn er búinn að hvetja til vaxtamunaveðmála með háum vöxtum. Uppkaup bankans á gjaldeyri eru margföld þau kauphækkun sem greidd verður út á þessu ári vegna kjarasamninga. Annars er eftirfarandi texti áhugaverður í frétt Moggans:

"Breyt­ing­ar á efna­hags­horf­um frá því í maí má fyrst og fremst rekja til áhrifa mik­illa launa­hækk­ana í kjöl­far kjara­samn­ing­anna og auk­ins pen­inga­legs aðhalds sem óhjá­kvæmi­lega fylg­ir þeim. Þær stafa þó einnig af alþjóðlegri þróun sem hef­ur stuðlað að meiri lækk­un inn­flutn­ings­verðs en áður var gert ráð fyr­ir og bætt­um viðskipta­kjör­um sem vinna á móti verðbólgu­áhrif­um launa­hækk­ana. Gengi krón­unn­ar hef­ur einnig hækkað lít­il­lega þrátt fyr­ir mik­il gjald­eyri­s­kaup Seðlabank­ans."

1. Þá dreifast áhrif launahækkana á langt tímabil og sé miðað við hækkun vísitölu launa, þá eru áhrifin mun minni en Seðlabankinn virðist miða við.
2. Seðlabankinn er kominn í klemmur, þar sem hann hækkar vexti sem eykur innflæði gjaldeyris vegna vaxtamunaveðmála. Hann eykur því sjálfur á spennuna með ákvörðun sinni og þörf sína til að kaupa gjaldeyri. Þetta heitir að bíta í skottið á sér.
3. Gengi krónunnar er að mestu handstýrt enda er krónan enn að baki gjaldeyrishafta.
4. Gott að fá það upplýst að innflutningsverð hafi lækkað, því neytendur verða þess ekki varir í hillum verslana og er það líklegast helsta ástæða aukinnar verðbólgu, þ.e. fyrirtæki eru að auka álagningu sína í staðinn fyrir að láta neytendur njóta lægra innkaupsverðs hvort heldur á vöru eða hráefni.

Svo má ekki gleyma því, að tala um að stýrivextir séu 5,5% er blekking. Þeir vextir sem til skamms tíma voru kallaðir stýrivextir eru 6,25% og það eru þeir vextir sem bankarnir miða við í sínum vaxtaákvörðunum.

Loks má nefna að 1% hækkun vaxta á 2 mánuðum hækkar vaxtagreiðslu á 20 m.kr. óverðtryggðu láni um 200.000 kr. á ári. Hafi skuldari slíks láns haft 700.000 kr. á mánuði, þá fékk viðkomandi 2,8% kauphækkun eða 235.200 kr. á ári. Af þeirri tölu fara um 40% í skatt og 4% í lífeyrissjóð. Launþeginn heldur því eftir 131.712 kr., en þarf að borga 200.000 kr. Tap viðkomandi á kjarasamningunum, bara vegna aðgerða Seðlabankans, eru því 68.288 kr. Fyrir þennan aðila er mjög hófleg launahækkun orðin að tapi. Fæstir eru svona vel launaðir og því er tjón þeirra á kjarasamningunum enn meira miðað við sömu skuld.

pallipilot (IP-tala skráð) 19.8.2015 kl. 11:49

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Takk fyrir Palli, en ég hnaut auðvitað fyrst um fréttina um hækkunarprósentuna. En það er auðvitað rétt að bankinn er í klemmur og efnahagstjórnin er einnig í klemmu. Það hefði engin ríkisstjórn getað komist hjá launahækkunum.

Vandinn nú eins og oft áður, er að verkalýðsfélög innan ASÍ og oinber félög eru ekki í eðlilegu samstarfi og geta ekki komið sér saman um sameiginlega launastefnu

Kristbjörn Árnason, 19.8.2015 kl. 12:06

3 identicon

Það ætti að vera fyrir löngu búið að stokka upp þetta seðlabankakerfi, ef ekki leggja hann niður þá láta fjármálaráðuneytið alfarið um hann. Það er ótækt að hafa svona ríki í ríkinu sem lætur ekki að neinni stjórn.

pallipilot (IP-tala skráð) 19.8.2015 kl. 12:26

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

ég sé að fréttamiðillinn hefur leiðrétt villuna og það er gott

Kristbjörn Árnason, 19.8.2015 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband