21.8.2015 | 17:36
Katrín varpaði fram spurningu til umræðu og nefndi leiguþak
- Það er ansi merkilegt að fylgjast með viðbrögðum ýmissa hægri manna og þeirra sem tengjast fjármálakerfinu.
Áratugum saman hefur mönnum samt þótt eðlilegt, að þak sé sett á greiðslubirði á húsnæðislánum fólks sem hlýtur eðlilega hafa svipuð áhrif á fjármálamarkaðinn.
Þá hefur fjárfestum og eignamönnum þótt eðlilegt að húsaleigutekjur séu flokkaðar sem fjármagnstekjur og að þær séu skattlagðar sem slíkar.
- Einnig að það sé farið eins með rekstur á á leiguhúsnæði eins og um framleiðslufyrirtæki sé að ræða.
* - Að skattur sé aðeins greiddur af nettótekjum en ekki af brúttótekjum eins og launafólk gerir.
Þá er ekki heldur greitt útsvar til sveitarfélaganna af slíkum leigutekjum. En sveitarfélögin hafa mikinn kostnað vegna slíkrar starfsemi Aðeins eru greidd fasteignagjöld sem eru í raun þjónustugjöld.
Í stað þess að ræða þessi mál með lausnir að markmiði fara menn í varnir fyrir þá sem hagnast af því ástandi sem nú er ríkjandi.
- Ég geri ráð fyrir að Katrín Jakopssdóttir setji þessa hugmynd eða spurningu á flot til umræðu. Bæði til að vekja ítrekað athygli á skelfilegu ástandi í húsnæðismálum fólks á öllum aldri og einnig til að benda á, að finna verður lausnir.
Fólk sem býr í skuldlitlum og eða skuldlausum íbúðum sem keyptar hafa verið fyrir 30 árum ca. Naut niðurgreiddra vaxtakjara þegar það keypti sínar íbúðir og þeir sem keyptu 15 árum fyrr óverðtryggðra lána í bullandi verðbólgu.
Fólkið t.d. í eldri einbýlishúsahverfum Mosfellsbæjar greiddu helmingi lægri vexti en fólk sem keypti félagslega íbúðir nokkrum árum síðar. Auk þess sem fjölskyldur gátu dregið vaxtagreiðsur vegna húsnæðislána frá tekjuskattinum (króna á móti krónu) sem það annars átti að greiða. Svona fyrirgreiðsla kostaði peninga.
Við fyrstu sýn, væru hugmyndir Karínar Jakopsdóttur margfalt ódýrari fyrir samfélagið en stuðningur við íbúðakaupendur kostaði áður fyrr.
En auðvitað kosta allar svona hugmyndir peninga, því tæplega gefa húseigendur eftir tekjumöguleika sem hafa af eignum sínum bótalaust. Einna nærtakst virðist vera að skoða vextina sem hvíla á eignunum.
Húseigandinn er reyndar að greiða lágmarksskatta af þessum tekjum sínum eða fjármagnstekjuskatt.
En til að hugsa í lausnum, þá dettur mér í hug að húseigendum sé boðið upp á að gera samning um að íbúð á hans vegum væri félagsleg íbúð í ákveðin árafjölda, t.d. 5 ár og samkvæmt ákveðnum reglum um ástand íbúðar og leiguverð . Enda væri íbúðin þá í útleigu að lágmarki í 5 ár fyrir sömu fjölskyldu nema eitthvað kæmi upp á.
Einnig gæti sveitarfélagið þar sem íbúðin er veitt einhvern afslátt af fasteignagjöldum. Í því sambandi verður að benda á, að íbúðareigandi greiðir ekki útsvar af leigutekjum, enda fjármagnstekjur.
Það yrði þá hlutverk þeirrar nefndar í sveitarfélögunum er annast húsnæðismál að annast milligöngu um þessi leigukjör á hverjum stað og leigumálin færi á milli nefndarinnar og húseigandans.
Hér er ekki fjallað um málið í smáatriðum heldur aðeins velt upp hugmynd að tímabundinni lausn , til umræðu.
Þetta hugflæði Katrínar hefur ekki verið rætt innan VG svo ég viti. Þar er fólk auðvitað einnig með hugan fast við ríkjandi fyrirkomulag í húsnæðismálum.
Þar þarf einnig sem og annarstaðar að skapa lausnamiðaða umræðu um húsnæðismál og eignahugtakið í nýju ljósi. Ekki gengur að láta banka- og fjármálaaðila ráða ferðinni enn einu sinni.
Leiguþak er ekki lausnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:01 | Facebook
Athugasemdir
"Greiningardeildin bendir á að víða sé það ekki áhættunnar virði fyrir leigusala að leigja út húsnæði miðað við leigu- og fasteignaverð, vaxtastig og viðhaldskostnað á Íslandi í dag."
Er þetta vaxtastig ekki vextir af lánum sem hvíla á viðkomandi eign? Eignin hefur þá ekki verið greidd þar sem eigandi er enn að fjárfesta og eðlilegt talið að leigandi greiði bæði afborganir og vaxtakostnað af fjárfestingu hans.
pallipilot (IP-tala skráð) 21.8.2015 kl. 18:45
Palli, þetta var bara svona hugmynd sem ég veit ekki hvort sé framkvæmanleg. En það er neyðarástand og slíkar aðstæður kalla á róttækar og óhefðbundnar lausnir. A.m.k. er eðlilegt að allir sitji við sama borð.
Það ástand er enn við líði að þeir sem eru að kaupa íbúð, njóta skattaívilnunar umfram það sem leigjendur njóta. Það er örstutt síðan að húsaleigubætur voru teknar upp og lengi var staðan sú, að vegna flokkspólitískra viðhorfa sveitarstjórnarmeirihlutans í hverju sveitarfélagi voru ekki greiddar húsaleigubætur.
Þetta er bara eitt dæmið um þetta misrétti
Kristbjörn Árnason, 21.8.2015 kl. 22:07
Vandamálið er ekki leiguverðið. Vandamálið er að í nokkur ár var ekkert byggt og fólk hélt sig heima á hótel mömmu meðan efnahagsástandið batnaði. Þegar síðan nokkrir árgangar koma snögglega inn á markaðinn þá verða vandræði. En þau leysast af sjálfu sér með tímanum. Það verður byggt og sjái menn sér hag í því þá verða byggðar leiguíbúðir. Það er engin lausn við skyndilegum íbúðaskorti að setja þak á leigu. Verðið er ekki vandamálið meðan hver kartöflugeymsla leigist samstundis. Í Reykjavík þarf að byggja 2500 íbúðir á ári næstu 3 ár og vandamálið er horfið.
Espolin (IP-tala skráð) 22.8.2015 kl. 03:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.