Háþróaðar regnhlífa umferðarreglur

  • Það ringdi hressilega í gær í miðborginni og ljóst er að veðurguðunum hefur þótt nauðsynlegt að skola fólkið svolítið sem gekk með miklum gleðibrag um strætin.

Þetta þýddi fyrir okkur að við fórum miklu fyrr heim en við höfðum hugsað okkur þegar lagt var í hann. Miklu minna bar á útlendingum í mannhafinu en verið hefur í sumar.

Niður eftir öllum Laugavegi beljaði stórfljót sem flaut yfir alla strigaskó og ljóst var að fólk var vott á fótum. En allir voru eitt brosandi land og staðráðnir í því að hafa gaman af deginum.

Nú bar svo við að gríðarlegur fjöldi regnhlífa af öllum gerðum liðaðist áfram um göturnar á mínum bernskuslóðum.

Oftast þegar regnhlífar fara á loft í slíku margmenni eru þær að rekast á hvor aðra. En tilitssemin í gær var slík að ekkert varð um árekstra á milli regnhlífanna.

Þá var kattarbúðin opin og þar var fullt út úr dyrum þar sem fólk var að keppast við að kaupa sér hlífðarklæði vegna rigningarinnar. Sjá mátti hundruð fjölskyldna í bleikum regngöllum með hettu á sjötta tímanum.


mbl.is Flugeldarnir dönsuðu um himininn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband