Rússagrýlan komin aftur á kreik

  • Ekki hef ég orðið var við nokkurn ótta hér uppi í Grafarholti af rússum.
    *
  • Ekki heldur annarstaðar sem ég hef átt leið um suðvesturlandið.
    *
  • En það kann að vera að nokkrar konur í vesturbænum hafi af þessu áhyggjur.

Líklega þær sömu sem höfðu áhyggjur af því þarna um árið, þegar herinn fór úr Miðnesheiðinni.

Gunnar BragiÞær voru vissar um að þá myndu helvítis kommarnir gera uppreisn. Það varð síðan hlutskipti kjósenda Samfylkingarinnar að gera uppreisn

Síðan varð hér hrun að frumkvæði gömlu valdaflokkanna og þá risu þeir loksins upp þeir sem höfðu verið svo vitlausir að kjósa Íngibjörgu Sólrúnu út á það, að Samfylkingin myndi verða til mótvægis við Sjálfstæðisflokkinn og myndi aldrei mynda stjórn með þeim flokki.

Það fyrsta sem Ingibjörg Sólrún gerði eftir kosningar var að kasta sér upp í hjá Geir eftir kosningarnar 2007 og sveik þar með sína kjósendur.

tvíburarnirÞað með öðrum orðum kjósendur Samfylkingarinnar sem gerðu uppreisn og fjölmenntu á Austurvöll hvern laugardag 2009 og kröfðust þess að Samfylkingin sliti stjórnarsamstarfinu.

Það var fyrr en flokkurinn hélt allsherjar fundinn í Þjóðleikhúskjallaranum að samfylkingarmenn sáu alvöru lífsins og það loguðu eldar í nágrenni hússins.

Vesturbæjaríhaldið sagði að þessi uppreisn hefði aldrei orðið ef herinn hefði ekki farið. Nú eru þeir að verða upplitsdjarfari íhaldsmenn enda hefur Gunnar Bragi dansað regndans til að þóknast Bandaríkjamönnum frá fyrsta degi í embætti.rússneskir skriðdrekar

Því er það staðan sem er nú, að núverandi stjórnarflokkar Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa haldið áfram þessari vælukeppni við fótskör herveldisins og beðið um að þeir í vestrinu sendu her til Íslands.

Nú þykjast vera að ná árangri með hnjáliðamýkt sinni og nú geta bræðralags vinirnir sem hafa styrkt þessa flokka farið að græða aftur til helminga á hermangi.

Það er ljóst nú eins og fyrri daginn, að það er enginn þjóðarvilji fyrir hingaðkomu hersins á ný. Þessi núverandi ríkisstjórn sem hefur ekki nema um 51% fylgi á bak við sig frá síðustu kosningum hefur ekkert umboð til að bjóða herveldinu að koma með her hingað til landsins.

Þetta er auðvitað mál sem þjóðin ætti þá að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef hernum er hafnað verður Bandaríski bara að gera vopnaða innrás í landið ef hann endilega vill koma.

Þessi her kann það, en íslendingar grípa auðvitað ekki til vopna, það gerir þroskinn hér á landi.Íslendingar leysa öll mál með rifrildi og ef það er ekki hægt eru málin endalaust óleyst.

 
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, segir að það sé áhugi hjá Bandaríkjamönnum að vera oftar með viðveru í Keflavík. Sá áhugi sé alfarið frá þeim komin. Hann bendir þó á að NATO og Bandaríkjamenn hafi verið með aðstöðu í...
RUV.IS
 

mbl.is Bandaríkjamenn meti varnarþörfina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband