Hættulegur ráðherra í andstöðu við lýðræðið?

  • Bara með svari sínu við fyrirspurn Katrínar Jakopsdóttur á Alþingi kemur í ljós hversu hættulegur Bjarni Benediktsson er sem stjórnmálamaður í ráðandi hlutverki.
    *
  • Maður gæti haldið að ráðherrann væri í andstöðu við lýðræðið. Samfélagsbanki er auðvitað lýðræðis-banki. Samfélagsbankar eru starfræktir víða um heiminn og eru yfirleitt máttarstoðir í sínu samfélagi.
    *
  • Nægir að benda á viðbrögðin á síðustu vikunum vegna sparisjóðanna á Siglufirði og í Vestmannaeyjum sem voru lagðir niður. En mikilvægi þeirra hefur verið mjög mikið á þessum stöðum.
    *
  • Á það má gjarnan minna í dag á alþjóðlegum degi lýðræðisins. 
    *
  • Hann á að vera ráðherra í samfélagshlutverki og á ekki að þjóna öðrum hagsmunum en heildarhagsmunum allrar þjóðarinnar.

„Hugmyndir um að reka banka á öðrum forsendum en arðsemisforsendum eru úreltar“, að mati Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra.

Bjarni sagði þetta við fyrstu umræðum um fjárlög sem fram fór á dögunum. Bjarni benediktsson 1

Opinberlega hefur þessi ráðherra sagt sig vera frjálshyggjumann og því koma hans persónulegu sjónarmið ekki á óvart. Ef hann getur ekki gert haft hrein skil á milli svona presónulegra viðhorfa og hagsmuna samfélagsins á hann auðvitað að segja af sér.

  • Það sem er auðvitað furðulegt að þessi ráðherra virðist ekki geta gert sér fyrir því, að það getur verið margskonar arður af starfsemi banka. Annar en sá að ákveðnir örfáir einstaklingar geti hagsnast af starfsemi banka.

Þessi viðhorf Bjarna komu fram í svari hans við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, þar sem hún minnti einnig á að Framsóknarflokkurinn, samstarfsflokkur sjálfstæðismanna í ríkisstjórn, hefði samþykkt ályktun á síðasta landsfundi um að rétt væri að Landsbankinn ætti að vera áfram í ríkiseigu.

Katrín Jakopsdóttir

Þetta þýðir auðvitað að fjármálaráðherrann er í algjörri andstöðu við að áfram verði starfandi húsnæðislánabanki, þess vegna í andstöðu við lífeyrissjóðakerfið og spari-sjóðina í landinu sem allir eru í samfélagsþjónustu.

Í Pressunni er eftirfarandi pistill birtur 18. mars s.l.

„Samningar og viðskipti Engeyinga við íslenska ríkið.

Fyrirtæki tengd fjölskyldu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, hafa á undanförnum misserum verið ötul í samningagerð og viðskiptum við ríkið.

Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna, er einn eigenda í fjórum fyrirtækjum sem ýmist hafi gert ívilnanasamninga við ríkið, hafa án formlegra söluferla keypt eignarhluti fyrirtækja sem eru í eigu ríkisins eða njóta góðs af lagasetningu. Þá standa frændi Bjarna, Benedikt Einarsson, og faðir hans, Benedikt Sveinsson, nærri umræddum gjörningum.

Borgun
Í nóvember á síðasta ári seldi Landsbanki Íslands, sem íslenska ríkið á að 98 prósentum, eignarhlut sinn í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun. Eignarhlutinn nam 31,2 prósentum og var seldur Eignarhaldsfélaginu Borgun slf. fyrir 2,2 milljarða króna. Ekkert formlegt söluferli fór fram áður en félagið var selt og fóru kaupin fram bak við luktar dyr en engum öðrum aðila var boðið að koma að kaupunum. Félagið P 126 ehf. á 19,71 prósent hlut í Eignarhaldsfélaginu Borgun en eigendi þess er Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna Benediktssonar, og sonur Einars, Benedikt Einarsson, kemur fram fyrir hönd fyrirtækisins.

Thorsil
Þá á sama félag, P 126 ríflega 5,6 próensta hlut í félaginu Northsil ehf. sem á aftur 69 prósenta hlut í Thorsil ehf. Thorsil hyggur á byggingu kísilverksmiðju í Helguvík og hefur gert samkomulag við íslenska ríkið um að verksmiðjan verði reist. Thorsil fær ívilnanir upp á 770 milljónir króna frá íslenska ríkinu vegna byggingar verksmiðjunnar, í formi lægri greiðslna á sköttum og opinberum gjöldum. Stefnt er að því að hefja starfsemi í verksmiðjunni árið 2017.

Kynnisferðir
Frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á lögum um virðisaukaskatt var samþykkt í desember á síðasta ári. Markmið frumvarpsins var að einfalda virðisaukaskattkerfið og fækka undanþágum. Hins vegar var haldið inni undanþágu fyrir áætlunarferðir hópferðabifreiða. Meðal eigenda Kynnisferða eru fyrirtæki í eigu títtnefnds Einars Sveinssonar og bróður hans, Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna Benediktsssonar fjármálaráðherra.

Uppfært: Í lögunum sem um getur kemur fram að undanþága á virðisaukaskatti nái til almenningssamgangna, ferðaþjónustu fatlaðs fólks og skólaaksturs barna. Aðkoma hins opinbera með einum eða öðrum hætti marki sérstöðu þessara fólksflutninga sem lagt er til að eftirleiðis verði undanþegnir virðisaukaskatti.

Samkvæmt ábendingu frá Kristjáni Daníelssyni, framkvæmdastjóra Kynnisferða, er Flugrútan ekki rekin með aðkomu hins opinbera og telst því ekki til almennings-samgangna og verði þar af leiðandi ekki undanþegin virðisaukaskatti. Eyjan biðst afsökunar á því að hafa ekki farið rétt með.

Matorka
Fyrir helgi var síðan greint frá því að gerður hefði verið fjárfestingarsamningur við fyrirtækið Matorku sem hyggur á bleikjueldi í Grindavík. Samkvæmt samningnum fær Matorka 426 milljónir króna í styrk í formi afsláttar af sköttum og opinberum gjöldum. Því til viðbótar ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir því að fyrirtækið fái 295 milljónir króna í svokallaða þjálfunaraðstoð.

Heildarfjárfestingin nemur um 1.200 milljónum króna og styrkir og ívilnanir gætu því numið allt að 60 prósentum að heildarfjárfestingunni. Einn stærsti eigandi Matorku er Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna Benediktssonar. Móðurfélag Matorku er Matorka Holdings AS og í stjórn þess félags situr Benedikt Einarsson, sonur Einars.

Í Kvennablaðinu birtist 28. Nóv 2014 eftirfarandi:

Fjölskylda fjármálaráðherra fær forgang að kaupum á ríkiseignum
Það sætir tíðindum og krefst rannsóknar að fjölskylda fjármálaráðherra og þar með bankamálaráðherra skuli hafa fengið forgang að kaupum á hlut Landsbankans, nánar tiltekið 31,2 prósenta hlut í Borgun en Kjarninn greindi frá sölunni í gær.

Í frétt Kjarnans kom einnig fram að ekkert formlegt söluferli fór fram áður en félagið var selt. Það er sérkennilegt svo ekki sé meira sagt að fjölskylda fjármálaráðherra hafi greiðan aðgang að ríkiseignum en hlutur Landsbankans í Borgun er í raun og sann ríkiseign.

Fjármála – og bankamálaráðherra Bjarni Benediktsson.
Bankasýsla ríkisins sem fer með eignarhlut Landsbankans í Borgun heyrir undir bankamálaráðherra sem einnig er fjármálaráðherra, Bjarna Benediktsson.

Á heimasíðu Bankasýslu ríkissins segir:
„Bankasýsla ríkisins er ríkisstofnun með sjálfstæða stjórn sem heyrir undir fjármálaráðherra. …
Bankasýslu ríkisins eyr í starfsemi sinni ætlað að leggja áherslu á endurreisn og uppbyggingu almennings og tryggja virka upplýsingamiðlun til öflugs innlends fjármálamarkaðar og stuðla að virkri og þátttöku ríkisins í fjármálastarfsemi eðlilegri samkeppni á þeim markaði, trggja gagnsæi í allri ákvarðanatöku varðandi.“

Kaupandi að 19,71% hlut í Borgun er fyrirtækið P126 sem er í eigu föðurbróður fjármálaráðherra, Einars Sveinssonar og sonar hans Benedikts Einarssonar í gegnum móðurfyrirtæki þeirra sem skráð er í Lúxemborg.

Einar var hluthafi og stjórnarmaður í eignarhaldsfélaginu Vafningi og stjórnarmaður í Sjóvá.

Hvar á byggðu bóli myndu viðlíka viðskipti viðgangast“?

 
Hugmyndir um að reka banka á öðrum forsendum en arðsemisforsendum eru úreltar, að mati Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra.
VISIR.IS
 
 
 

mbl.is Framsóknarmenn vilja klasastefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband