24.9.2015 | 12:21
Auðvitað fara hótelrekendur ekki að skipta sér af pólitík
- Það yrði auðvitað sérkennileg vinnbrögð fyrirtækis af þessu tagi sem vill eiga viðskipti við allt sómakært fólk hvaðan sem það kemur og án þess að kanna fyrirfram hvaða skoðun það hefur á hinum og þessum málum.
Ef frétt Framsóknar-DV væri rétt, væri auðvitað ástæða til þess að þessir hótelkallar hipjuðu sig strax úr landi.
Það væri fráleitt að slíkir erlendir fjárfestar færu að skipta sér pólitík á Íslandi ef þeir ætla sér að starfa á Íslandi. Hvort sem það er landspólitík eða sveitarstjórnarmál.
En samkvæmt eftirfarandi frétt Mbl segir m.a.
Áform um fjármögnun hótelsins við Hörpu eru óbreytt. Við látum öðrum eftir pólitísk úrlausnarefni, hvort heldur er á Íslandi eða á alþjóðlegum vettvangi. Sjálfur hef ég fulla trú á umburðarlyndi Íslendinga og virðingu þeirra fyrir öllu fólki,
segir Richard L. Friedman, forsvarsmaður fjárfesta í Edition Hotel Project, í yfirlýsingu.
Það er eins og móðursjúkir stjórnmálamenn á Íslandi skilji það ekki, að fyrirtæki eins og þetta sækist eftir því að starfa í lýðræðisríkjum þar sem eru frjáls skoðanaskipti.
- Hnjáliðamýkt þessa stjórnmálafólks og minnimáttarkennd á engan rétt á sér.
* - Einnig eru hundakúnstir sonar bílasalans undarlegar. Í frétt Mbl. í gær segir m.a.:
Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst á fundi borgarráðs á morgun óska eftir öllum gögnum tengdum undirbúningi innkaupabanns borgarinnar á vörur frá Ísrael. Hann telur ljóst að undirbúningsferlinu hafi verið verulega ábótavant og hyggst senda umboðsmanni Alþingis erindi um málið í kjölfarið.
- Þetta er auðvitað afar kostulegt hjá manninum í jólafötunum. Það vill nefnilega þannig til að utanríkisstefna stjórnvalda tekur miklum breytingum frá einu ári til annars.
* - Því er sveitarstjórnarmönnum ógjörlegt að sveiflast í vinnubrögðum eftir breytilegri stefnu stjórnvalda hverju sinni. Auk þess sem pólitísk stefna stjórnvalda hverju sinni eru ekki landslög.
Síðan hafa innkaupamál borgarinnar ekkert með utanríkisstefnu stjórnvalda að gera. Sem betur fer, búa íslendingar að mestu við pólitískt frelsi.
Óbreytt áform um Hörpuhótel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 12:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.