Nú eru óveðursskýin farin að hlaðast upp á himinhvelfinguna

  • Það virðast flestir reynsluboltar sjá þessa dökku og þykku skýjabólstra á morgunhimninum.
    *
  • Það er a.m.k. skoðun margra stjórnmálamanna, bæði í stjórnarandstöðu og ráðherrar ríkisstjórnarinnar að blikur eru á lofti.

Þá hafa forystumenn samtaka atvinnurkenda af þessu miklar áhyggjur ásamt forystufólki hjá verkalýðs-hreyfingunni.

Í ljós hefur komið að sveitarstjórnarmenn hafa flotið að feigðarósi og ekki gert sér grein fyrir að þeir yrðu að bæta kjörin verulega hjá sínu starfsfólki. Eftir að hafa haft fólk í störfum á mjög lágum launum allar götur frá hruni.

Jóhanna og Steingrímur

Það er ljóst og allir málsmetandi aðilar viðurkenna og meta, að vinstri stjórnin undir forystu Jóhönnu og Steingríms gerðu kraftaverk í efnahagsmálum eftir hrunið. Settur var réttur kúrs á efnahagsmálin og reynt var að standa vörð um lífskjör þeirra sem við lökustu kjörin búa.

Jafnvel nokkrir fyrrum ráðherrar úr stjórn Geirs Haarde sáu ljósið í nokkrar mínútur eftir hrunið og áttuðu sig á því að hægri stjórnin hafði fallið á stóra prófinu. Að skipbrot stefnu ríkisstjórna Davíðs Oddssonar blasti við.

Vandinn er djúpstæðari, því stóri valdaflokkurinn neitaði síðan að viðurkenna að stefna flokksins í efnahagsmálum væri röng, landsfundur þessa flokks sagði að hrunið væri alfarið almenningi að kenna.

Davíð og Halldór

Núverandi ríkisstjórn hefur setið í stjórnarráðinu í tvö ár og hefur keyrt er á gömlu stjórnleysis úrræðunum frá tímum Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímassonar og óveðursbakkarnir blasa allir við.n

Enn sem betur fer keyrir seðlabankinn að mestu eftir stefnu sem mótuð var á tímum vinstri stjórnarinnar.

Þessi staða minnir mig á gömul sannindi og sögu sem ég hef einhverntíma heyrt um skiptingu fólks í hópa eftir atferli sínu í lífinu.

En samkvæmt þessari greiningu skiptist fólk í þrjá mis stóra hópa sem iðulega breytast hlutfallslega að stærð í samfélaginu.

Fyrsti hópurinn oft stærstur en ekki alltaf.
Er fólk sem veður áfram yfir hverja ófæruna á fætur annarri einkum á sviði fjármála. Fólkið sem tilheyrir þessum hópi lendir mjög oft í fjárhagslegum kröggum t.d. vegna þess að það hefur skuldsett sig of mikið og ekki hugsað fyrir skuldadögunum eða ætlað sér hluti sem það ræður ekki við.

Það er fer ævinlega þannig að það verður að leita sér hjálpar. Sérkennilegast er, að þegar búið er að bjarga málunum að þá heldur það áfram óráðsíunni eins og ekkert hafi í skorist.

Annar hópur er stundum stærstur einkum eftir mikil áföll í samfélaginu.
Þetta fólk veður áfram með alveg sama hætti og fólkið í fyrsta hópnum. Það lendir í gríðarlegum erfiðleikum og þarf aðstoð.

En munurinn er sá að þetta fólk lærir af reynslunni og gætir þess eftir reynslu sína að lenda aldrei aftur í slíkum ógöngum. Það verður að mikilvægum þjóðfélagsþegnum sem gefa af sér.

Þriðji hópurinn er ævinlega fámennastur
Kanski er fólkið í þeim hópi ekki það skemmtilegasta og ekki það vinsælasta.

En þetta er fólkið sem lærir af reynslu annarra og lendir nánast aldrei í kröggum. Þetta fólk er oftar en ekki mikilvægasta fólkið í hverju samfélagi sem forystufólk. Til þess að verða leiðtogar.

En sannleikurinn er oft sá með þetta fólk að það hefur sig lítt í frammi og lætur lítið á sér bera og er með sterkar lífsreglur sem það hefur tamið sér. Iðulega er þetta fólk langskólagengið. En vegna þessa velst það sjaldan til forystustarfa.

Það er öllum mikilvægt að draga lærdóm af reynslunni til að geta náð eðlilegum og góðum þroska. Þannig verða framfarirnar.

Það verður að segjast eins og er, það er mikilvægt að vera vitur eftir á. En það er ekki auðvelt.

Best er að geta nýtt sér reynslu þeirra sem hafa gert mistökin. Það eru t.a.m. aðferðirnar sem uppfinningamenn nota jafnan og góðir stjórnmálamenn.


mbl.is „Aldrei aftur haftalaus króna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband