6.10.2015 | 16:23
Alltaf er verið að fjölga stofnunum
Hægri stjórnin hamast við að fjölga stofnunum í landinu, væntanlega til að koma sínu fólki í þægilega vinnu.Væntanlega á fólkið þar að naga blýanta ofl. svoleiðis nokk.
Öll ríkisstjórnarár Davíðs Oddssonar fjölgaði ríkisstarfsmönnum gjörsamlega stjórnlaust.
Nema þegar það tókst að koma grunnskólakerfinu yfir á sveitarfélögin. En áfram greiðið ríkið launakostnaðinn til sveitarfélaganna.
- Á meðan vinstri stjórnin fækkaði stofnunum í stórum stíl. Allt var gert til að spara og fækka fólki við störf hjá peningalausum ríkissjóði
Hverskonar stjórnarhættir eru þetta?
Stjórnstöð ferðamála stofnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 23:37 | Facebook
Athugasemdir
Svona blogg á auðvitað að sanna með tölum. Þú hlítur að vera með þær á hreinu og birta, annars tekur enginn mark á þér.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 6.10.2015 kl. 20:32
Sjálfstæðisflokkurinn og báknið
Fáir hefðu trúað því árið 1991 að tuttugu árum síðar myndu frjálshyggjumenn á Íslandi finna talsmann í Skattmanninum hræðilega.
Í Viðskiptablaðinu er fjallað um fjölgun starfsmanna í opinberri stjórnsýslu frá árinu 1991. Tilefnið að samantektinni voru ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta lýðveldisins, um óeðlilegan útblástur hins opinbera á síðustu tuttugu árum. Fáir hefðu trúað því árið 1991 að tuttugu árum síðar myndu frjálshyggjumenn á Íslandi eiga sér sinn helsta talsmann í Skattmanninum hræðilega. Látum það þó liggja á milli hluta.
* * *
Eins og farið er yfir í samantektinni hefur starfsmönnum í opinberri stjórnsýslu fjölgað gríðarlega á síðustu tuttugu árum og mun hraðar en vinnandi fólki á Íslandi. Á árunum 1991 til 2008 fjölgaði starfsmönnum í opinberri stjórnsýslu um 43,3% á meðan vinnandi fólki fjölgaði um 30,4%.
* * *
Hafa ber í huga að þessi mikla aukning verður öll á valdatíma Sjálfstæðisflokksins, sem stjórnaði landinu við aðra flokka frá 1991 til 2009. Fjölgunin í stjórnsýslunni verður þó ekki jafnt og þétt, heldur er hún áberandi mest á síðustu árunum fyrir hrun. Á aðeins fjórum árum, þ.e. frá 2005 til 2009, fjölgar starfsmönnum í stjórnsýslu úr 7.300 í 9.600, sem er aukning upp á 31,5%!
* * *
Andstæðingum Sjálfstæðisflokksins verður tíðrætt um mikilvægi þess að flokkurinn geri upp hrunið og viðurkenni mistök. Að ákveðnu leyti hafa þeir rétt fyrir sér, en flokkurinn verður að gera upp við sig hver þau mistök voru. Mistökin voru ekki þau að auka hér frelsi í viðskiptum, einfalda skattkerfið og selja ríkisfyrirtæki. Mistökin voru þau að tapa sér algerlega í hinni svokölluðu 2007 stemningu, blása upp ríkisbáknið og fjölga ríkisstarfsmönnum langt umfram það sem nauðsynlegt getur talist. Það eru hinu raunverulegu svik við hægristefnuna sem flokkurinn þykist venjulega standa vörð um.
* * *
Ekki er hægt að búast við því að vinstristjórnir skeri alvarlega niður ríkisútgjöld, en ef ekki hefði komið til sú gríðarlega aukning ríkisútgjalda sem varð síðustu árin fyrir hrun væri staða íslenska ríkisins öll önnur og betri í dag en raun ber vitni.
Þetta er úr viðskiptablaðinu 6. október 2015
kveðja
Kristbjörn Árnason, 6.10.2015 kl. 21:42
ég vona bara Örn, að þessi síða úr Viðskiptablaðinu sýni þér þetta. Varla véfengjurðu það. Nú á ég inni hjá afsökunarbeiðni en ég fyrirgef þér alveg. En vert væri að skoða það á hvaða sviðum þessi fjölgun hefur verið.
Kristbjörn Árnason, 6.10.2015 kl. 21:51
Bara að minna þig á þá staðreynd, að á miðjum 10. áratugarins fóru líklega um 4200 grunnskólakennarar af launaskrá ríkisins þegar grunnskólinn var færður yfir til sveitarfélaganna. Eftir það voru það sveitarf´lögin sem greiddu kennurum launin.
kveðja
Kristbjörn Árnason, 6.10.2015 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.