Á Íslandi eru fordómar, gagnvart þeim sem eru aðeins öðru vísi

  • Sérstaklega kveður rammt að þessu hjá fullorðnu fólki skuggaleikurgagnavart bæði börnum og fullorðnu fólki 

Einelti hefur alltaf einkennt íslenskt samfélag þótt það hafi minnkað verulega, sérstaklega hjá ungu fólki.

Það hefur breytt miklu að mismunandi nemendur eru ekki lengur sett í sérstök hólf í grunnskólum landsins. 

  • Það er kallað skóli án aðgreiningar.

Nú er verið að sýna skemmtilega lögreglumynd í sjónvarpinu. Viðfangsefni aðalpersónanna í söguþræði myndarinnar er að finna týnd börn og raunar manndrápsfólk sem hefur komið þessum týndu einstaklingum fyrir.

  • Það skemmtilega við myndina er að aðalpersónan sem er lögreglumaður er á einhverfurófi.

einhverfa

Leikarinn leikur þessa persónu mjög vel. Í hlutverki lögreglumannsins minnir hann mig á nokkra einhverfa nemendur sem ég hef verið með í kennarastarfinu í gegnum árin.

Þeir eru vissulega mjög misjafnir eins og aðrir nemendur. Oft eru þeir snillingar á vissu þröngu sviði en eiga jafnan í erfiðleikum með að tengjast öðru fólki.

Þetta eru mjög margir einstaklingar sem ég hef verið með á 25 ára kennsluferli. Yfirleitt flottir persónuleikar þegar maður nær sambandi við þá


mbl.is Allir unglingar verði skimaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband