15.10.2015 | 12:51
Það er skelfileg fátækt í Palestínu
- Síonistar sem hafa lagt undir Ísraelsríki nánast alla Palestínu og þjóðin sem byggði þetta land eru á flótta.
* - Bæði í fjölmörgum löndum og í eigin landi þar sem mikill fjöldi þeirra kúldrast á örlitlum land-skikum undir ógnarstjórn Ísraelsríkis.
Á dögunum sendu Síonistar áróðursmann til Íslands.
- Orðin Slái þig einhver á kinnina, skaltu og bjóða hina voru á sínum tíma sögð af gyðingi. Maður sem við kristnir menn gerðum að leiðtoga okkar.
* - Síonistar hafna slíkum boðskap, þeir þrífast á hatri. Þeirra einkunnarorð virðast enn vera. ,,Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn". Í þessu landi þrífst hreinræktaður fasismi.
Hver er þessi rithöfundur og blaðamaður, Ben- Dror Ymeni að nafni og hvaða erindi á hann til Íslands. Á hvaða vegum er þessi maður og hver er það sem kostar þessa ferð mannsins til Íslands.
Á dögunum eða 12.október sl. hélt þessi maður fyrirlestur á Grand-hótel. Lestur mannsins var fullur af áróðri síonista í Ísrael og fullur af illmælgi í garð Palestínumanna. Þá upplýsti maðurinn fundarmenn um mildi og mannúð ísraelska hersins.
Hann sagði frá mannvonsku arapa. Þá sagði hann að nánast einhliða blóðbað, sem Ísraelsmenn hafa staðið fyrir síðustu ár, sé smámunir einir miðað við illvirki annarra stríðsherra.
Það hlýtur að vera lágsmarkskrafa, að það sé upplýst hver það er sem stendur fyrir þessari áróðurssamkomu á Íslandi. Einnig hver greiðir allan kostnað.
En ljóst var á orðum þessa manns að síonistastjórnin í Ísrael heldur uppi njósnum á Íslandi. Hafa þeir leyfi til þess?.
Fátækt barna birtist á margan hátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.