Það eru nýir tímar á Íslandi

  • Það verða stjórnmálamenn að skilja

Það er greinilegt af þessum fréttum um klúður menntamálaráðherrans að honum eru alvarlega mislagðar hendur.

Einnig virðist ljóst, að hann virðist hrærast í gömlum vinnubrögðum sem tíðkuðust á tímum Davíðs Oddssonar og einnig á eldri skeiðum á valdatímum Sjálfstæðisflokksins. Þar sem félagar Illuga leyfðu sér nánast hvað sem er.

valhöll

Ekki ætla ég mér að fella dóma í þessum fjármálum ráðherrans, en auðvitað verður hann að svara skilmerkilega þeim spurningum sem að honum er beint í þeim efnum án undanbragða og útúrsnúninga. Annars verður Illugi dæmdur sekur af almenningi.

Aðferð þagnarinnar gagnast ekki lengur í stjórnmálum. En það er nokkuð sem gamli valdaflokkurinn virðist eiga í erfiðleikum með að skilja.

Gegnsæi hefur aldrei tíðkast í vinnubrögðum Sjálfstæðisflokksins og hann hefur einnig getað skipað velviljaða flokksdindla í embættismannakerfið.

Einnig er lærdómsríkt að fylgjast með því hvernig tök Sjálfstæðisflokksins eru enn á RÚV á því herrans ári 2015. En allar götur frá 1930 hefur flokkurinn verið í aðstöðu til þess að ritstýra fréttaflutningi RÚv meira og minna.

Starfsmenn miðilsins sem hafa lengst af reynt að segja rétt og satt frá eru greinilega undir hælnum á valdaflokknum. Einkum nú á tímum fjöldauppsagna þar á bæ..

Það sýnir sig einnig hvernig menntamálaráðherra skipar nána æskuvini sína til að sitja í stjórn RÚV. Þetta er auðvitað algjörlega óeðlileg skipan. 

Sjá eftirfarandi yfirlýsingu:
,,Í ummælunum segir Eiríkur Finnur frá því að hann hafi unnið með og þekkt Illuga frá unglingsárum og eiginkonu hans frá fæðingu. Þau séu miklir vinir þeirra hjóna.
„Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki hversu lágkúrulegum vinnubrögðum er unnt að beita til þess eins að afla sér tekna og lífsviðurværis af útgáfu fréttamiðils eins og Stundarinnar, og skeyta engu um mannorð heiðarlegs og duglegs fólks. Hver skyldi verða næstur fyrir aftökusveitina?“

Það þarf ekki að spyrja um hvert hlutverk þessa aðila er á RÚV.

Það er einnig ljóst eftir að litlu flokksblöðin lögðu upp laupanna er enginn aðili sem stendur vörð um réttlætið.

Bæði Stundin og Kjarninn hafa tekið að sér siðgæðisvaktina í íslenskum fjölmiðlum. DV er ekki treystandi lengur þar sem flokksdindlar og fjármálaspekúlantar hafa náð tökum á því blaði.

 
Eiríkur Finnur Greipsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn RÚV, gagnrýnir fréttamiðilinn Stundina harðlega fyrir lágkúruleg vinnubrögð…
KJARNINN.IS
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband