Fagnaðarefni að forstjóri Landsvirkjunar skuli gera þær kröfur

  • Að Norðurál greiði miklu hærra orkuverð heldur en það hefur gert þessa.
    *
  • Að það verði á svipuðum nótum og almennt tíðkast í norður Evrópskum löndum til stórfyrirtækja
    *
  • Einkum til mengnnarfyrirtækja sem greiða nánast enga skatta til þjóðarinnar.

Skattar starfsmanna eru ekki skattar fyrirtækisins. Fasteigna- og hafnargjöld eru leigu og þjónustugjöld sem eru líklega með miklum afslætti.

norðurál.1

Það er ljóst að Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunnar hefur þjóðina á bak við sig í þessu máli. Það voru mikilvægar upplýsingar fyrir þjóðina er hann sagði að  Norðurál nýtti sér kjara­deilu í samn­ingaviðræðum við Lands­virkj­un.

Breytir þá engu þótt fyrirtæækið hóti því að flytja verksmiðjuna til láglaunalandsins Kanada.

Það er algjörlega fráleitt, að almennngur í landinu haldi áfram að niðurgreiða orkuna sem þetta fyrirtæki fær. 


mbl.is Ásakanir Landsvirkjunar út í hött
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála er rosalega ánægð með þennan forstjóra Landsvirkjunnar, loksina manneskja með rétta sýn á málin.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.12.2015 kl. 13:06

2 identicon

Liggur ánægja þin í að forstjórinn vill stilla þessu upp sem þjóðin vs Norðurál? Er það farsæll farvegur til að ná samningum? Ég held að forstjórinn hafi leikið afleik í stöðunni. Hanns hlutverk er að semja við Norðurál. Að far upp á kassann og hrópa er undarleg framkoma forstjórans svo ekki sé meira sagt.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 21.12.2015 kl. 12:50

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það má stilla þessu upp á hvaða veg sem er Egill, en ekki þannig að forstjórinn sé að semja af sér.  Hann er að gæta fjármuna ríkisins, eins og öllum ber að gera sem hafa umsýslu fjár.  Það er bara vitað að raforkuverð til álfyrirtækja er alltof lágt, og meðan þeir greiða ekki skatta á Íslandi eða í algjöru lágmarki, senda þeir milljarða út til móðurfélags.  Norðmenn kærðu þetta hjá sér og neyttu áliðnaðinn til að greiða meira til ríkisins.  Það er sem sagt á gráu svæði þetta með að þurfa ekki að greiða skatta ef tap er á móðurfélagi.  Þetta ættu íslendingar að taka til umhugsunar líka. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.12.2015 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband