Evrópumet í aumingjaskap hjá kaupmönnum

  • Nú er að verða ljóst að áróðursmeistari félags atvinnurekenda í verslunarrekstri er við það að setja Evrópumet í barlóm og hvers kyns blaðri. 


Nú vill hann að skattgreiðendur einir greiði samfélagskostnaðinn af áfengissölu og – neyslu í landinu. En þeir sem flytja þetta fíkniefni til landsins maki bara krókinn og fái hækkaða álagningu.

brennivín

Það er alveg ótrúlegt að menn sem selja og eða vilja drekka vín skuli ekki tíma að greiða einhverja smápeninga í söluskatt af áfengi.

Það er nú meiri aumingja skapurinn.  Þeir vilja láta þá sem ekki nota slíka vöru eða lítið af henni bera samfélagskostnaðinn sem hlýst af þessu efnum.

  • Ég sem hélt alltaf að það væri eitt meginstefið í stefnu hægri manna, að þeir sem þyrftu að nota þjónustu opinberra aðila greiddu sjálfir fyrir hana en ekki almennir skattgreiðendur.  

Síðan má alveg rifja það upp, að búið að ákveða að fella niður vörugjöld og tolla af mörgum vörutegundum sem nánast engar líkur eru á að skili sér til almennings í landinu.

Sem verði bara til þess að álagning kaupmanna eykst sem nemur þessari lækkun á gjöldum.

Það sama ætti sér stað með brennivínsgjaldið. Ef skattar eru lækkaðir enn frekar, hækkar álagning innflytjenda á víninu.

Áróður Ólafs í þessum málum er oft gruggugur rétt eins og algengt er með landann.

Ég fékk gamlan ,,Svarta dauða" úti á Kanarí í haust er ég borðaði á ,,Dönsku kránni" flott nautakjöt. Svona alvöru snafs þegar ég greiddi reikninginn.

Þeir sem ekki tíma að greiða fyrir vínið eiga að láta það vera að smakka það og fara í meðferð.


mbl.is Endurheimtum Evrópumet í áfengisgjöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

djöfulsins væl er þetta, týpiskur kommunismi.

Alexander Kristófer Gústafsson, 1.1.2016 kl. 06:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband