Afrekið staðfestist svo sannarlega

  • Það er auðvelt að fallast á það, að meðferð Ólafs Ragnars á Icesave málinu hafi verið hans stærsta kosninga afrek.
Þ.e.a.s. hann hafnar lögum Alþingis um bætta samninga og um leið minni ábyrgð þjóðarinnar á skuldum bankans.
svavar gestsson
Þetta gerir hann eftir að Alþingi hafði þegar samþykkt lög um samninga sem þegar voru í fullu gildi og hann hafði undirritað sem forseti.

  • Þá þegar voru íslendingar að greiða þessa skuld með eignum þrotabús Landsbankans hf og nú er hún að fullu greidd. Þannig að allar forgangskröfur voru greiddar. 

Hans gjörningur hafði ekkert gildi og það vissi hann þegar hann stóð að þessu leikriti. Þjóðin tapaði miklu fé. En farsinn tryggði honum forsetaembættið.
 
  • Rétt er að muna það, að Bjarni Benediktsson flutti frumvarp á Alþingi þar sem lagt var til að Alþingi samþykkti samning sem ríkisstjórn Geirs Haarde bar ábyrð á.
    *
  • Alþingi hunsaði þá samninga.
    *
  • Líklega stóð það í mörgum þingmanninum.
 
Það var samningsgerð sem vinur Geirs, Baldur Guðlaugsson ráðneytisstjóri leiddi. Er gerði ráð fyrir mjög erfiðum skilyrðum og að þjóðin myndi ábyrgjast skuldir bankans.

Heiðarlegt er að geta þess, að samningastaðan var mjög erfið í fyrstu þegar Baldursnefndin og Svavars nefndin störfuðu.
 
Ég er eindregið á þeirri skoðun, að allir samningamenn og flestir stjórnmálamenn sem komu að þessu máli hafi gert sitt besta miðað við aðstæður á hverjum tíma.

Það var í raun unnið afrek, en afrek forsetans var þó ekki í þágu þjóðarinnar að mínu mati. 

mbl.is Icesave-málið stærsta afrek Ólafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

þegar menn fara fram með skæting um hina og þessa og eða reyna að gera lítið úr mér persónulega á minni síðu eyði ég færslunni einfaldlega. Það geri ég til að vera laus við það að fara í rökræður um eigin heimsku við mann sem ég þekki ekki. Þá er ég einnig laus við þann sandkassaleik sem margir falla í.

Við Guðmundur  höfum mjög oft átt ágætar rökræður um eitt og annað mjög málefnalega. En nú er skyndilega brugðið út af vananum og farið í skæting og m.a. er mér boðið á námskeið til að fjalla um ýmis atriði í EFTA- skilmálum og um innistæðutryggingasjóði sem eiga að hafa neytendavernd að leiðarljósi. 

Það vill svo til að ég þekki þessi mál nokkuð en strax 1972 til 1974 var ég starfandi í starfsnefnd í Iðnaðarráðuneyti til að fjalla einmitt um þessi mál. En eins og gerist að þá eru ýmsir hagsmunahópar sem eiga það til að túlka ýmsa hluti sínum hagsmunum í vil.

Ég þakka þér falleg orð í minn kálgarð Jónatan og megi þér farnast vel á nýbyrjuðu ári 

Kristbjörn Árnason, 2.1.2016 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband