- Sú túlkun Ólafs Ragnars að forsetinn sé sérstakur fulltrúi og umboðsmaður þjóðarinnar hefur tvímælalaust aflað honum kjörfylgis segir Björg Thorarensen prófessor við Háskóla Íslands.
Hún segir hann hafa skýrt þetta út mjög nákvæmlega eftir sjónarmiðum sem RUV.IS
* - Svona orðalag hafa margir einræðisherrar notað í gegnum tíðina þegar þeir telja sig geta tekið völd af lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum í þágu þjóðar sinnar.
* - En slíkir aðilar hafa jafnan haft stuðning af her í eigin landi. Því er ekki til að dreifa á Íslandi og þess vegna er þetta furðulegt og kanski einstætt.
Nægir að nefna Frankó og síðan einsflokkakerfið sem var t.d. í Rússlandi, þá má nefna norður Kóreu sem dæmi.
Þar eru einnig trúarbrögðin sveigð að vilja einræðisherrans en í Rússlandi voru þau bönnuð.
Ég er ekki að segja að okkar maður líkist þessum aðilum það er af og frá.
En þetta er auðvitað algjörlega fráleit skýring forsetans á eigin háttarlagi.
Síðan eru menn að guma af þroskuðu lýðræði og þingræði á Íslandi .
Þá er það auðvitað alvarlegur lasleiki á lýðveldinu Ísland að einhver einn aðili þó hann sé forseti komist upp með svona valdbeitingu.
Það hlýtur að vera vegna þekkingarleysi alþingismanna og ráðherra. Það er a.m.k. eitthvað að.
Mér dettur í hug hvort þetta hafi ekki verið brot á stjórnarskránni.
Auðvitað nauðsynlegt að breyta stjórnarskránni og eða kæra málið til Landsdóms til að fá úrskurð.
Það á ekki að vera í valdi forsetans að taka sér það vald sem hann hefur komist upp með, án þess að það sé skoðað af fræðimönnum í lögfræði hvort kenningar forsetans standist. Landsdómur er líklega eðlilegur aðili til að fjalla um slík mál.
- Hið eðlilega í þessu máli er að hægt sé að vísa málum til þjóðarinnar án milligöngu forsetans. Það yrði þá gert eftir ákveðnum leikreglum lýðveldisins.
* - Þar kæmi til greina að ákveðinn fjöldi kjósenda gæti gert um það kröfur en einnig að minnihluti þingmanna getir farið fram á slíkt með rökstuddum hætti.
Það er algjörlega fráleitt að forseti lýðveldisins eigi að skilgreina völd sín sjálfur og vinnulag.
Það á stjórnarskrá að gera skilmerkilega og nákvæmlega. Það verður að vera hægt að koma í veg fyrir svona gerræði í framtíð Íslands.
Sömu kröfur gerðar frá 1952 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 23:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.