7.1.2016 | 11:08
Ríkisstjórnin fylgir stefnu ESB í öllum helstu málum
- Öfugt við það sem vinstri stjórnin gerði.
* - Þetta er ansi kostuleg staða hjá stjórnmálamönnum, þó einkum hjá ríkisstjórn útgerðarinnar á Íslandi.
* - Framsóknarmönnum þótti hentugt að skipta um kúrs í afstöðu sinni gagnvart ESB skömmu eftir að Sigmundur Davíð var kosinn formaður.
Það var greinilega talið vænlegt fyrir flokkinn í atkvæðastríðinu og sama má segja um Sjálfstæðisflokkinn.
En eftir að útgerðin keypti þrotabú Moggans snéri sá flokkur stefnunni um 180°. Ráðinn var hlýðinn ritstjóri sem reyndar tók kúrsinn á innri forstofu ESB á sinni tíð sem ráðherra og Ísland gerðist aðili að EES.
Núverandi utanríkisráðherra tók hlutverk sitt alvarlega og gerðist helsti andstæðingur ESB á Alþingi sem óbreyttur þingmaður.
Síðan þegar núverandi ríkisstjórn er mynduð hlýtur hann hnossið og gerist ráðherra utanríkismála. Hann hefur tilkynnt ESB, að núverandi ríkisstjórn sé andstæð aðild Íslands að ESB.
Samt sem áður fylgir þessi ríkisstjórn stefnu í ESB í öllum stærri málum. Öfugt við það sem fyrri ríkisstjórn gerir. Nú er auðvitað svo komið að erlendir aðilar geta ekki tekið mark á þessari ríkisstjórn.
Eigandi stjórnarinnar hefur nú bankað í borðið og krefst breytinga á utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. Þar sem hún sinnir ekki hagsmunum gamla LÍÚ nógu vel. Það eru m.ö.o. komnir brestir í sambúðina.
Skiptir ekki um skoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 11:10 | Facebook
Athugasemdir
Utanríkisráðherra sendir liðfélögum sínum í baklandi ríkisstjórnarinnar tóninn
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra telur ekki ólíklegt að þingmenn sem fengu háa styrki frá aðilum í sjávarútvegi hafi gengið sérstaklega hart fram í andstöðu sinni við viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi. Þetta sagði hann í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
Hann sagði sjávarútvegsfyrirtæki hafa stutt Sjálfstæðisflokkinn dyggilega sem og einstaka þingmenn í prófkjörum. Gunnar Bragi vildi ekki nefna nein nöfn, en sagðist vita af þingmönnum sem hefðu fengið styrki frá aðilum í sjávarútvegi og sagði jafnframt fróðlegt að skoða hvort þeir hefðu farið sérstaklega hart fram í tala fyrir þeirra málstað.
„Mér finnst það ekki ólíklegt,“ sagði Gunnar Bragi. „Þetta er gríðarlega sterkur þrýstihópur sem er þarna á ferðinni og það reynir á stjórnmálamenn að þeir standist slíkan þrýsting. Ég vonast að sjálfsögðu til að menn geri það, því menn verða að horfa á heildarhagsmunina. Þetta er ekkert flókið í mínum huga.“
Í viðtalinu sagðist Gunnar Bragi ekki ætla að skipta um skoðun og hætta þátttöku í refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna Úkraínudeilunnar enda vegi hagsmunir Íslands þyngra en hagsmunir einstakra sjávarútvegsfyrirtækja.
Styrktu Jón Gunnarsson mest
Kristbjörn Árnason, 7.1.2016 kl. 13:49
Kæri Bragi
Hættum þessari vitleysu. Þetta mun ekki hafa neinn áhrif á Rússanna en hafa mikill á Ísland og okkar efnahag þegar fram líða stundir.
Rússar fara ekki frá krimskaga sama hvað ESB eða litla Ísland gerir.
Tito
Tito (IP-tala skráð) 11.1.2016 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.