Það er örðugt að meta skipulags-tillögurnar um byggð við Hafnartorg

  • En það er auðvitað morgunljóst, að þeir sem keyptu þessar lóðir og byggingarréttinn vilja byggja sem mest á þessum reit.
    *
  • En það er auðvitað auðvelt að taka undir orð forsætisráðherran um að þetta séu ansi hátimraðar hugmyndir að byggð.
    húsið við lækjatorg
  • En þar sem ég er Reykvíkingur og átti þarna leiksvæði um miðja 20. öldina tel ég mig geta haft á þessu skoðun.

 

En vert er að hafa í huga að á þessu svæði hafa aldrei verið neinar byggingar sem hýstu fólk. En mikilvægt er að húsbyggingar séu ekki einsleitar og þær beri með einkenni af byggðinni sem er í kring.

En það ljóst, að það virðist vera alveg sama hvernig teikningar eru kynntar það verða alltaf um þær skiptar skoðanir. Eins og alltaf fleiri á móti. Peningar virðast alltaf ráða för þegar byggingar eru annarsvegar

Á þessari uppfyllingu voru meira og minna einhverjir skúrar og vörugeymslur í lélegum timburhúsum og ein matstofa. Bensínstöðin er löngu farin og húsin sem voru við Kalkofnsveg einnig. 

Allt löngu farið og það er mikil eftir sjá af gamla timburhúsinu sem stóð við Lækjatorg þar sem svarta ferlíkið stendur nú. Það hlýtur að vera hægt að fá fallegri málningu á það hús.

höfnin

Þótt Sigmundur Davíð hafi einhverntíma átt heimili í Reykjavík á hann það ekki lengur.

En eins og allir vita býr hann einhvar staðar á norð austurlandi á ónýtu eyðibýli því er ómögulegt að skilja hvað honum kemur þetta við.

Hann vill kanski að skúrarnir sem Sambandið átti á þessu svæði verði endurbyggðir.

En það er auðvitað fyrir löngu búið eyðileggja alla heildarmynd við Tryggvagötuna þar sem allt er fullt af háreistum rjómtertuhúsum fyrir, svo ekki er verið að eyðileggja eldri byggð með þessum hugmyndum.

kalkofnsvegur

En ég er sammála forsætisráðherranum um að mikilvægt sé að hlúa eins og hægt er að gömlu byggðinni og að gömlu húsunum í miðborginni.

Ég er líka ánægður með að varveita eigi gamla hafnargarðinn og vona að hann verði ekki hafður í felum í framtíðinni.

  • En það er ansi merkileg afskiptasemi íbúa á austanverðu norðurlandi um skipulagsmál í Reykjavík, nú í seinni tíð. Þeir virðast bara vilja ráða flestu um skipulagsmál í borginni.    

 


mbl.is Ósammála sýn forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband