11.1.2016 | 14:42
Illt umtal í pólitík er skárra en ekkert
- Forsætisráðherrann virðist nú vera með leiksýningu sem á væntanlega að auka fylgi flokks hans.
Þetta gerir hann nú, þegar hann sjálfur veit að aðfinnslur hans varðandi skipulagið við höfnina hefur nákvæmlega enga þýðingu nema til þess að skapa einhverja spennu.
Það er auðvitað vitað að borgarbúar eru alltaf viðkvæmir fyrir miklum og viðkvæmum breytingum á sínu nánasta umhverfi.
Það vill reyndar svo til að hugmyndir hans eru vanhugsaðir draumórar. Ráðherrann nefnir að borgin eigi að stuðla að byggingum í klassískum stíl í miðborginni.
Það yrði bara eins og hver annar brandari. Það er tæplega hægt að halda því fram að það sé hefð fyrir slíkum Evrópskum stíl á Íslandi torfhúsanna.
Ef við hefðum viljað laga til í skipulagi miðborgarinnar væri auðvitað réttast að leiðrétta þau skipuilagsslys sem áttu sér stað með breytingunni á Landsbankahúsinu og væri það til sóma að færa það hús til fyrra horfs. Það sama má segja um gamla Útvegsbankahúsið eða þar sem er nú dómshúsið við Lækjatorg.
Framkvæmdirnar vart stöðvaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:44 | Facebook
Athugasemdir
Er ekki rétt að hætta að verja kofana sem byggðir voru úr fúaspýtum og klæddar oft með ryðguðu bárujárni. Forsætisráðherra er að reyna að fela afglöp sín við stjórn landsins með afskiptum sínum.
Filippus Jóhannsson. (IP-tala skráð) 11.1.2016 kl. 15:09
Mér sýnist nú óvild þín í garð forsætisráðherrans og Framsóknar - og kannski einnig ást því á kratismanum? - stjórna skrifum þínum um byggingaráformin í miðbænum. Sigmundur Davíð hefur auðvitað rétt fyrir sér - og fullan rétt á að hafa skoðun á þessu máli þótt hann byggi í Timbaktú. Miðbærinn allur er að vera eitt risavaxið skrímsli og bætir það ekki málin þó hann hafi verið að þróast þannig alveg síðan að Zimsenhúsið var fjarlægt af þessu svæði.
Og það sem verst er, þá er það vinstri meirihlutinn sem stendur fyrir þessari skemmdarstarfsemi. Öðru vísi mér áður brá þegar vinstri menn börðust fyrir að bjarga Lækjarbrekkutorfunni og tókst ... Nú eru sömu menn að réttlæta eyðileggingu formnminja (sbr. Þorstein Bergsson í Lækjargötunni og svo aðförin að hafnargarðinum) og ganga þar, að vísu grímuklæddir eins og er venjan hjá krötunum, erindina braskaranna og lukkuriddaranna. Já! Þú líka Brútus!
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 11.1.2016 kl. 16:31
Torfi minn, það standa allir flokkar í Reykjavík að þessu skipulagi, líka Framsóknarflokkurinn.
Ég sem ólst reyndar upp þara í Þingholtunum og þessi uppbygging snertir mig aðeins tilfinningalega og er ég ekkert endilega sáttur við þessar hugmyndir.
En er ég ánægður með hafnargarðurinn verði varðveittur og hef margsinnis sagt það hér. Spurningin er bara hvernin aðkoma almennings að hafnargarðinum verður. Ég óttast að það verði eitthvert klúður.
En vandamálið með uppbyggingu á svona hverfi í miðborg er auðvitað er það, að það fást engir aðilar til að byggja nema að hafa af því hagnað og helst verulegan, því verður ekki byggt þarna öðruvísi en með leiðinlega háreistum húsum. Í byggingastíl sem eru hönnuð af nútíma húsameisturum. Upptakturinn að þessu ævintýri er Harpan og hótel lóðin þar við hliðina. Þar er tónninn gefinn mjög stórt hús sem talið er afrek í m.a. útlitshönnun. Aðild að því máli átti landstjórnin undir forystu Davíðs Oddsonar. Þar komu svo sannarlega Framsóknarmenn.
Það sem er svo augljóst núna, er þessi sýndarmennska forsætisráðherrans sem er að reyna að slá einhverjar pólitískar keilur. Veður nú fram með einhverjar þýðingarlausar hundakúnstir sem ekki eru til annars en að reyna auglýsa Framsóknarflokkinn. Það þýðir ekkert fyrir aðra framsóknarmenn að vera sárir út af því.
Í Þingholtunum er þetta kallað augnaþjónusta
Kristbjörn Árnason, 11.1.2016 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.