Launamisrétti hefur aukist

  • Bæði með gríðarlegum hækkunum á háum launum sumra og með breytingum á skattkerfinu þar sem hálaunamenn eru í raun að njóta skattlækkunar.

RSÍ vill fulltrúa launafólks í kjararáð

Í ályktun Rafiðnaðarmann segir að það gefi auga leið að vonlaust sé að byggja upp samfélag með jafnmikilli stéttarskiptingu og launahækkunin ber í för með sér. Hvetur miðstjórnin til þess að tekinn verði upp hátekjuskattur á það sem kallað er ofurlaun í ályktuninni.

1. maí 2015
Tryggja þurfi jöfn skipti í samfélaginu, það sé forsenda sáttar til lengri tíma. Stjórnvöld eru hvött til þess að skipa fulltrúa launafólks af almennum vinnumarkaði í kjararáð.

Þetta er svo sannarlega réttmæt ábending:
Miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands mótmælir harðlega ákvörðun kjararáðs þar sem laun dómara eru hækkuð um 300.000 – 560.000 kr á sama tíma og laun hins almenna launamanns hafa hækkað um um það bil 30.000 kr.

Seðlabanki Íslands hefur ítrekað bent á að ígildi 10% af launahækkun dómaranna geti valdið efnahagslegum hamförum í samfélaginu hvað þá tíföld sú upphæð!

Það gefur auga leið að vonlaust er að byggja upp samfélag með jafnmikilli stéttarskiptingu eins og raun ber vitni. Ákvarðanir um að deila meiri gæðum til þeirra sem meira hafa er óásættanlegt.“

Það er eðlileg krafa að venjulegt launafólk eigi fulltrúa í kjararáði, en rafiðnaðarmenn sem teljast vera hálaunahópur innan ASÍ tala með ansi holan hljóm í þessum kröfum sínum. Með því að þeir vilja ekki að allt láglaunafólk geti átt slíkan fulltrúa. Aðeins félagsmenn innan ASÍ.

kjarasamningar 1

Það vill nefnilega svo til, að lægst launaðasta fólkið á vinnumarkaðir eru einmitt stórir hópar opinberra starfsmanna. 

Rafiðnaðarmenn ásamt fjölmörgum landsamböndum innan ASÍ hafa átt samstarf með samtökum atvinnurekenda í bráðum 25 ár um að halda niðri launum opinberra starfsmannaog reyndar einnig bótum frá Tryggingastofnun.

Sérstaklega hefur nýr formaður VR verið áberandi í sínum málflutningi þar sem fram kemur efnislega að opinberir starfsmenn eigi tæplega að hafa samningsrétt og alls ekki verkfallsrétt.

Ég geri ráð fyrir að viðræður aðila á vinnumarkaði eins og það kallað í mæltu máli  um nánara samstarf strandi einmitt á þessum viðhorfum sem eru svo sannarlega gildandi hjá samtökum atvinnurekenda og hjá fjölmörgum forystumönnum stéttarfélaganna í ASÍ.

Á meða n þessi viðhorf eru ráðandi verður ekki að samstarfi.


mbl.is Sama launastefna og fyrir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tryggja þarf jöfn skipti í samfélaginu, við hinir áhugalausu, metnaðarlausu og lötu eigum að fá jafnt og hinir. Stöðugt er barið á okkur og óðfluga stefnir í að aumingjaskapur verði ekki eftirsóknarverður á Íslandi og börn okkar sjái sig tilneidd að mennta sig.

Davíð12 (IP-tala skráð) 10.1.2016 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband