Lögfræðingar ættu að skoða möguleika á listamannalaunum

  • Auðvitað á almenningur að hafa áhrif á dómstólanna og á lagsetningu í landinu.
    *
  • Dómstólar eiga að starfa í þágu almennings og dómarar einnig, en eiga ekki að þjóna valdhöfunum í landinu.
    *
  • Hvort sem það eru hinir formlegu þjóðkjörnu valdahafar eða sjálf yfirstéttin sem ráðkast með þjóðina í krafti fjámagns og aðstöðu sinnar.

Lögfræðingar semja og fara með löng leikrit fyrir dómstólum landsins.Sumir þeirra eru hreinir listamenn sem hrífa með sér blaðamenn ýmissa blaðamanna. 

Í löngu viðtali við Fréttablaðið fer fyrrum hæstaréttardómari mikinn og það snertir þetta mál.

Flest gagnrýnisorð sem Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrum hæstarréttardómari lætur frá sér fara um hæstarrétt á sér fylgi meðal almennings.

En alls ekki allt. Jón Steinar hefur svo sannarlega tekið pólitískan pól í hæðina í dómum sínum. Nægir að nefna kosninguna um stjórnlagaráðið.

En almenningur er ekki sammála honum um dómsmálin vegna hrunmálanna. En fólkið í landinu finnst eðlilegt að dómstólar fari yfir þau bankamál og vinnubrögð þeirra sem þar stjórnuðu og mökuðu sinn krók. Er varð til þess að þjóðfélagið í heild sinni fór á hliðina.

Almenningi hefði einnig þótt eðlilegt að dómstólar hefðu skoðað hvort stjórnvöld gæti haft hreina samvisku.

Þó menn fari til skoðunar hjá dómstólum er ekki þar með sagt að þeir séu sekir samkvæmt lögum þótt þeir séu e.t.v. siðferðilega sekir um eitt og annað.

En að segja það framan í landslýð, að almenningur eigi ekki að hafa áhrif á dómstóla landsins er ansi mikil hreysti verð ég að segja.

Sá fyrrum dómari sem vogar sér að segja slíkt hefur ekki litið á sig sem þjón þjóðarinnar, heldur valdsins.

Almenningur kýs sér alþingismenn og velur þá eftir skoðunum þeirra og stefnu væntanlega. Almenningur ætlast til þess að Alþingi fari að vilja kjósenda þegar þeir setja lög.

En ýmiskonar öflugir hagsmuna aðilar hafa veruleg áhrif á setningu laga fyrir Alþingi. Lögin bera það oft með sér að vera ekki bara eðlilegar málamiðlanir, heldur bjagaðar og óskiljanlegar hártoganir, því miður.

Dómstólum ber auðvitað að virða þessi lög og dæma samkvæmt þeim sem eru oft af þessum sökum illskiljanleg.

Almenningsálitið breytist og þróast, nær alltaf til betri vegar væntanlega. Því breytast kröfurnar um lagasetningar á Alþingi. Fólki hefur oftast þótt dómstólar hártoga það hvað hin og þessi lög þýða.

Það einkennir óneitanlega umræðuna fyrir dómstólum hvers konar útúrsnúningar lögmanna og mistúlkanir. Því alvarlegri sem málin eru því skrautlegri verða leikritin. Almenningur stjórnar dómstólum og nær sínum viðhorfum fram.

Nægir að benda á hvernig viðhorf almennings hefur haft áhrif á kynferðisbrotamál og fleiri afbrotamál eins og fjármálabrot. En það hefur einkennt viðhorf dómara í slíkum málum að vera á móti breytingum og nýta ekki refsiramma með eðlilegum hætti samkvæmt skoðun almennings.

En að lokum, nær almenningur yfirleitt sínu fram. Það sést nú berlega þegar kemur að umræðunni um fólk sem í neyð sinni biður um vernd á Íslandi. Aðkomufólk sem er að flýja styrjaldir og hvers konar kúgun. Þar hefur íhaldið verið hrakið út í horn með sín gömlu fasistaviðhorf eina ferðina enn.

 
Jón Steinar Gunnlaugsson segir öllum ljóst að málaálagið á Hæstarétti sé of mikið. Enginn komist yfir að dæma 300 mál á ári án þess að það bitni á...
WWW.VISIR.IS
 

mbl.is Saksóknari ætti að fræða sænska ríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband