15.1.2016 | 18:21
Er varaformaður FÍB kominn í borgarpólitíkina?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:33 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Kristbjörn.
Algjörlega rétt hjá þér. Ég skrifaði þetta sem einstaklingur en ekki sem varaformaður FÍB og því ber ekki að túlka þessa skrif mín sem stefnu eða ályktanir félagsins. Reyndar var ég mjög hugsi þegar ég sá þenna fréttaflutning á MBL, þar sem fyrirsagnir, umfjöllun og tenging mín við FÍB eru mjög settar í stílinn, svo ekki sé meira sagt. Bara sem eitt dæmi, þá talaði ég aldrei um "Ofbeldi gegn bílnum". Ég talaði aftur á móti um ofbeldi gegn þeim samgöngumáta sem 80% borgarbúa hafa löglega kosið sér að nota. Þar er mikill munur á...
Ég er vissulega varaformaður FÍB og hef sem slíkur tekið mjög virkan þátt í umferðaröryggismálum á öllum sviðum í mörg ár. Eins og ég skrifaði í áðurnefndu bloggi, þá vil ég að menn byggi ákvarðanir og umfjöllun á faglegu mati. Það er það sem skortir varðandi þessi áform á Grensásvegi. Öryggi götunnar varðandi óvarða vegfarendur er algjört með engum slysum. Það besta sem gerist. Ef menn myndu snúa sér við horfa á gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar við upphaf þessara framkvæmda, kæmi í ljós að þar eru slysamestu gatnamót landsins. Þar á ekkert að gera.
Kynning mín í þessari frétt sem varaformaður FÍB er algjörlega af hendi ónafngreinds blaðamanns. Það mætti allveg finna fleiri titla á mig, telji einhverjir þess þörf, en í áðurnefndu bloggi skrifaði einstaklingurinn Ólafur Kristinn Guðmundsson, sem brennandi áhugamaður um bætt umferðaröryggi í þessu landi fyrir alla vegfarendahópa. Starf mitt sem varaformaður FÍB er bara einn af þeim vetvangum sem ég hef gefið kost á mér til í þeirri viðleitni.
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.1.2016 kl. 20:23
Takk fyrir svarið Ólafur það er málefnalegt. En næsta áratugin eiga eftir að verða miklar breytingar í samgöngumálum. Það snýr ekki bara að rafvæðingunni heldur einnig að breytingum á samgöngum innan borgarinnar. Við sjáum nú þegar vandamálið á vissum tímum í borginni þegar helstu umferðargötur í bera eiginlega ekki umferðarþungan bara við venjulegar aðstæður.
Til að koma á þolanlegum breytingum t.d. innan borgarinnar skiptir máli að t.d. samtök bíleigenda komi að þeirri umræðu með málefnanlegum hætti. Það er augljóst að mörgum þáttum verður fórnað í okkar samgönguháttum sem rekum bíla. Einnig verður að standa vaktina gagnvart sveitarfélögunum að þau standi þannig að málum að ásættanlegt verði í sameiginlegum samgöngum.
E.t.v. verður þetta til þess að margir kjósa að flytja burt úr borginni
Kristbjörn
Kristbjörn Árnason, 15.1.2016 kl. 21:00
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Áratugum saman hafa einkabílar haft mikinn forgang í öllu skipulagi borgarinnar. Það er löngu kominn tími til þess að taka tillit til fótgangandi fólks í borginni og raunar einnig til þeirra sem kjósa að fara um á reiðhjólum.
Ég hef horft upp á börn slasast ú umferðinni þótt ekki sé það á Grensásvegi. Fyrir mörgum árum varð einn nemandi minn fyrir alvarlegu slysi á Háaleitisbraut.
Árum saman börðust íbúar í kringum þá götu að hægt yrði á umferð þar. Var rifist um hvort það ætti að setja þrengingar og hægja á umferð við þá götu.
Menn sem óku þar um og voru á leið milli hverfa voru algjörlega á móti því að tekið yrði tillit til hagsmuna barna í þessu hverfi.
Ekkert gerðist fyrr en þetta alvarlega slys kom upp.
Grensásvegur liggur í gegnum íbúðahverfi og skólabörn eiga leið þvert yfir þessa götu efst við götuna þá stendur til að skipuleggja íbúðahverfi í Skeifunni.
Það er mikill fjöldi skólabarna sem fer þar um einnig. Það er gríðarleg umferð bíla sem fer þarna um á hverjum degi.
Ólafur, þú er kynntur hér sem varaformaður FÍB en væntanlega ertu ekki að ræða þetta mál sem slíkur. Eða hefur þetta félag ályktað um þetta mál?