17.1.2016 | 08:28
Er enn verið að hygla kaupsýslumönnum?
- Hvaða hagsmuni er fjármálaráðherrann að hugsa um í þessari Kínaferð sinni?
* - Hann segir að með aðild Íslands að þessum banka opnist aukin tækifæri fyrir íslenskt viðskiptalíf í Asíu. Hvaða viðskiptalíf ætli það sé?
Jú,það eru hagsmunir íslenskra kaupsýslumanna sem stunda ýmiskonar verslun með ódýrar vörur frá t.d. Kína og flytja til Íslands.
Vörur sem eru framleiddar í þrælabúðum í þessum löndum, vörur sem eru hannaðar á Íslandi en framleiddar í Kína.
Dæmi, bækur sem eru framleiddar í Kína með texta eftir íslenska rithöfunda og eru sagðar íslenskar.
Annað dæmi eru skór hannaðir á Íslandi og eru síðan framleiddir í Kína. Þessum hönnuðum hefur verið hampað endalaust.
Ekki eru það hagsmunir almennings segir Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar sem hefur hinsvegar lýst miklum efasemdum um aðild Íslands og spurt hvers vegna íslenskir skattgreiðendur ættu að leggja til hliðar 2,3 milljarða til að styðja hugsanlega útrás íslenskra fyrirtækja í Asíu, þegar ávinningurinn sé mjög óljós.
Það er einnig athyglisvert það sem Katrín Jakopsdóttir bendir á, sem er að frumvarp um að aðild Asíska bankanum hefur ekki verið lagt fram á Alþingi.
Hún segist ekki vera fyrirfram á móti aðild Íslands að asíska bankanum, en hinsvegar sé full ástæða til að ræða málið.
Það hafi enn ekki verið gert, þrátt fyrir að bráðum verði liðið ár síðan ríkisstjórnin ákvað að óska eftir aðild að bankanum.
- Greinilegt er að nú er verið að fara í enn eina aðgerðina til að auka möguleika íslenskra kaupmanna til að hækka álagningu sína á innfluttum vörum frá þessari heimsálfu.
Ávinningurinn langsóttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 09:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.