Sýnd veiði en ekki gefin

  • Ekki hefur vöruverð lækkað í versluninni vegna afnáms á tollum og vörugjöldum sérstaklega.

Á nærri tveimur árum hefur núverandi ríkisstjórn fellt niður tolla og vörugjöld á fjölmörgum vörum. Einkum af vörum sem koma frá ýmsum Asíu-löndum. 

hús SA

Almenningur hefur ekki orðið var við að tilteknar vörur hafi lækkað í verði vegna þessara niðurfellinga. 

Umfram það sem það hefði hvort sem er gerst vegna ákveðinna tilboða og hverskonar útsölu framboða í verslun þegar er verið að selja gamla lagera sem ekki seljast öðru vísi.

Það er frjáls álagning á innfluttu kjöti rétt eins og það er frjáls álagning á innlendu kjöti í smásölu.

Margoft hefur verið bent á þá staðreynd að mesta álagningin á kjöti á sér stað í smásöluversluninni. Breytir þá engu hvert söluverð frá afurðarstöð var.

  • Það myndi spara marga milljarða fyrir almenning á ári hverju, ef eigendur fyrirtækjanna væru persónulega félagar í samtökum atvinnurekenda en ekki fyrirtækin.
    *
  • Þá þyrftu launamenn ekki lengur að greiða félagsgjöld fyrirtækjanna í samtökum atvinnurekenda.
  • Þá þyrftu atvinnurekendur sjálfir að greiða sín félagsgjöld. Af launum sem þeir hafa greitt skatt af rétt eins og launafólk.




mbl.is Gæti sparað neytendum 4 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband