Það hefur alltaf ríkt spilling á Íslandi

  • Spillingin var gríðarlega áberandi síðustu árin fyrir hrunið, menn voru þá hættir að fara í felur með kaup sín á stjórnmálamönnum.

M.ö.o. borið var fé á stjórnmálamenn. Það er öllum ljóst að mikil spilling hefur ríkt í kringum stóriðju ákvarðanir og virkjanaframkvæmdir því tengt. Enda voru erlendu stórfyrirtækin þekkt fyrir slíka aðferðafræði.

mútur

Áratugum saman hefur ríkt spilling í kringum sveitarstjórnarmenn ólíklegt er að því sé lokið.

Greiddar mútur bak og fyrir ef t.d. fyrirtæki af Reykjavíkursvæðinu vildu fá verkefni á landsbyggðinni sem sveitarstjórnarmenn báru ábyrgð á.

Enn eru stjórnmálaflokkar styrktir undir borðið með t.d. duldum auglýsingum í útgefnum pólitískum sneplum eða vefsíðum.  


mbl.is Ísland spilltasta norræna ríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mútur eru afar sjaldgæfar á Íslandi. Hér er spillingin svo rótgróin að það þarf sjaldnast að borga fólki fyrir hana í reiðufé, heldur er greitt með greiða á móti.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.1.2016 kl. 19:59

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þús veist nú lítið um þetta Guðmundur. Eftir a hafa starfað í iðnaði í áratugi þekki mörg dæmi um mútur.

Kristbjörn Árnason, 27.1.2016 kl. 22:03

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem ég átti við er að það er afar sjaldgæft að múturnar séu greiddar í reiðufé, miðað við hversu oft það er gert með hinni aðferðinni.

Annars veit ég kannski bara ekkert um það, enda veist þú sennilega allt manna best Kristbjörn.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.1.2016 kl. 22:19

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er rétt hjá þér Guðmundur, það er gjarnan greitt í fríðu eða bara með vörum á allt öðrum stað í landinu. Guðmundur minn reyndu ekki að gera lítið úr mér, það tekst þér ekki. Ég hef staðið í rekstri og veit hvernig þessi kaup gerast á eyrinni. Eða gerðust.

Síðan geta það verið mútur þegar miklu fé er ausið á stjórnmálaflokka og einstaka stjórnmálamenn.  A.m.k. er varðstaða ýmissa stjórnmálamanna oft sérkennileg. Eða áhugi á sérstökum málum yfirgengilegur.

Góða nótt Guðmundur. 

Kristbjörn Árnason, 28.1.2016 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband