Tæp 49 þúsund kl 16: 15, sunnudaginn 26. jan, yfir 50 þús

  • Fjöldinn er kominn yfir 50 þúsund
    *
  • Þegar Kári nefndi þessa hugmynd sína fyrst um undirskriftarsöfnun fyrir nokkrum vikum, hlógu ráðherrarnir.
    *
  • Þeir hlægja ekki núna, þeir óttast skoðun og vilja almennings í heilbrigðismálum.

Það er engin spurning, að ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru hræddir við þessa skoðanakönnun. Þeir sem hafa tjáð sig hafa þóst vera gríðarlega ánægðir með framtak Kára.

Einnig hafa þeir lýst því yfir að þeir séu einmitt að framfylgja þeirri stefnu sem undirskriftarsöfnunin gerir gerir kröfur um.

Reyndar hefur almenningur áður lýst því yfir í könnun að hann vilji að hið félagslega heilbrigðiskerfi verði styrkt. Þ.e.a.s. Landspítali og önnur sjúkrahús ásamt heilsugæslustöðvum um allt land ásamt eðlilegu sjúkraflugi með þyrlum.

Er raunar á þeirri skoðun að sérfræðingar sem starfa við sjúkrahúsin verði þar almennt í fullu starfi.

Almenningur vill stöðva þá þróun sem hefur átt sér stað um langt árabil, að einkareksturinn þenjist út eins og nú er, á kostnað ríkissjóðs og almennings með háum mætingagjöldum.

Ekki er er heldur óalgengt að fólk er sent milli sérfræðinga á sömu læknamiðstöðvum án þess að ástæða sé til þess.

Almenningur vill einnig að heilsugæslukerfið með heimilislæknum virki.

 
Forsætisráðherra tjáði sig um undirskriftarsöfnunina á fésbókarsíðu sinni í gærmorgun og greip til þess ráðs að reyna að vera skemmtilegur á hennar kostnað.

Ekki er sú aðferð mér framandleg og hef ég fallið fyrir henni einu sinni eða tvisvar á ævi minni.…
KVENNABLADID.IS
 

mbl.is „Þykir almennt vænt um fólk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Janfrétti og bræðralag með hæstlaunuðu læknana á norðurlöndum

heilsa og heilbrigði með feitust börnin

ánægja og vellíðan í skyndibitum

lengra líf og afspyrnu leiðinlegt í lokin

Jón (IP-tala skráð) 26.1.2016 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband