Nú nota kaupmenn gamla trixið

  • Og ræða um þjófnað í verslunum til að setja á dreif umræðuna um verðlagið.

Verslunin hefur fengið á sig þungar ákúrur í gær og í dag frá bændsamtökunum. Sem hafa tekið saman gögn um það hvernig verslunin hirðir ágóðan af því þegar vörur sem þeir kaupa t.d. af bændum hafa lækkað verulega í verði, en verslunin heldur áfram háu verði.
kjöt

Einnig þegar krónan hefur styrkst verulega en vöruverðið á innfluttum vörum hafa ekki lækkað í samræmi við aukið verðmæti krónunnar.

Þá hafa tollar og vörugjöld verið afnumdir af fjölmörgum vörum síðustu tvö árin án þess að vöruverð hafi lækkað af þeim sökum.

Þá taka þeir upp gamla trixið og taka upp umræðu um þjófnað í verslunum og kvarta undan seinlæti lögreglunnar.

Þeir skipta um umræðuefni og koma allri umræðunni á dreif. Hvers vegn? Jú, það er vegna þess að þeir eiga engin svör gegn sannleikanum. Þetta hafa þeir oft gert þegar þeir eru í vörn og geta ekki savarað.

Langstærstu þjófarnir í íslenskri verslun eru kaupmenn sjálfir eða æðstu yfirmenn. Þeir standa í búðarkössunum eins og hungraðir úlfar og stela látlaust. Þá eru þeir frekir á lagerum í versluninni þar eru hirtar af kaupmönnum vörur í stórum stíl.

Bæði til eigin neyslu og til þess að eiga í vöruskiptum við aðra aðila eins og t.d. byggingamenn.


Menn skulu hafa það í huga hverjir það eru sem stjórna bókhaldi þessara fyrirtækja. 

RUV.IS
 

mbl.is Mögulegt að lækka matvælaverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Vöruverð hefur hækkað til muna í öllum verslunum- þar á meðal fatnaður.

 Lækkanir sjást hvergi fremur enn hvaða kjöt við erum að kaupa- öll tonnin af kjöti sem flutt er inn án eftirlits getur verið askrifað sem skepnufóður í framleiðslulandi án þess að nokkur segi neitt.

kv.

Erla Magna Alexandersdóttir, 28.1.2016 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband