Mæður á flótta

  • Það fer ekkert á milli mála að staða flóttafólks er hrikaleg og einnig fólksins
    *
  • sem ekki getur farið á flótta og hýrir undir sprengjuregninu í Sýrlandi.
  • Verst er þó staða mæðra og barna þeirra undir báðum þessum kringumstæðum

Það er einnig morgunljóst að vesturveldin og sérstaklega Bandaríkin eiga gríðarlega stóra sök á þessu ástandi. Ekki gengur að skýla sig á bak við ódæðismannininn sem hefur verið einræðisherra í þessu landi.

Hann á sér svo sannarlega skuggalega sögu ásamt hernum sem þarna stjórnar bak við tjöldin að þá er framkoma Bandaríska herveldisins ekki til neinnar fyrirmyndar.

Það sem veldur nú einnig stórum áhyggjum að þessi vestrænu ríki sem hafa viljað telja sig til fyrirmyndar að öllu leiti í menningu eða í mannúðarmálum virðast nú vera að hlaupast undan merkjum og reyna að komast hjá því að taka á móti flóttafólki.

Jafnvel Norðurlöndin bregðast, jafnvel flokkar sem hafa kennt sig við vinstrið eins og jafnaðarmannaflokkurinn í Danmörku er að bregðast skyldum sínum við þau grundarvallar manngildi sem jafnaðarmannaflokkar kenna sig við.

sýlenskt flóttafólk 1

Því er það ánægjulegt að enn eru til aðilar sem láta sig mannréttindi varða

Norræn samvinna um málefni flóttamanna 22/01/2016 ályktun vinstri flokkanna á Norðurlöndum

Straumur flóttafólks hefur leitt til þess að Norður-löndin keppast nú við að loka landamærum sínum. Sterkustu stoðir norræns samstarfs, frjáls för og vegabréfafrelsi, riða nú til falls. Vegna áhrifa öfga hægriflokka í norrænum ríkisstjórnum má sjá stjórn-völd gera flóttamönnum erfiðara að nýta rétt sinn til að sækja um hæli. Vinstriflokkar í fimm löndum vilja hins vegar að Norðurlönd vinni saman að lausn á neyð flóttamanna og verji frjálsa för og vegabréfafrelsi.

sýrland

Mikilvægi samvinnunnar í þessari stöðu er ótvírætt. Hún á að vera á ýmsum stigum – norræn, evrópsk og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna – byggð á mismunandi pólitískri stöðu. Þegar Evrópusambandið tekst á við mikla erfiðleika er sérlega mikilvægt að norrænar þjóðir starfi saman.

Dyflinnarreglugerðin virkar ekki og í stað hennar þarf reglur sem tryggja hælisleitendum rétt og skipta ábyrgð milli móttöku-landa á sanngjarnan hátt. Reglur um meðferð hælisleitenda í fyrsta komulandi þarf að afnema, því þær valda óviðráðanlegum aðstæðum í sumum löndum. Sameiningu fjölskyldna þarf að setja í forgang. Svarið getur ekki verið að sitja hjá meðan flótta-mannabúðir á Grikklandi, Ítalíu og Makedóníu stækka. Og ekki heldur að nota Tyrki sem landamæralögreglu fyrir Evrópu-sambandið og launa þeim með því að gagnrýna ekki pólitískar ofsóknir.

sýrlenskt flóttafólk 2

Það verður að deila ábyrgð
Evrópa þarf samkomulag byggt á réttlátum grundvallarreglum um knýjandi verkefni. Það verður að deila ábyrgð á fólki á flótta milli evrópskra landa. Eins mörg lönd og hægt er verða að standa saman í því og þar er samvinna Norðurlandanna lykilatriði. Það getur líka verið kostur að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna taki að sér stærra hlutverk í að deila niður flóttamannakvóta.

Frjáls för á Norðurlöndum er sögulegur vitnisburður um samvinnu þjóða sem hefur tryggt framfarir og sveigjanleika. Það þarf mikið til að réttlæta að víkja frá því með hertu landamæraeftirliti. Hert landamæraeftirlit gerir flóttamönnum erfiðara að komast til Norðurlanda. Það ýtir undir hættulegri flóttaleiðir og smygl á fólki. Þannig aukast dómínóáhrifin sem lokuð landamæri hafa í Evrópu. Norrænu vinstriflokkarnir styðja reglur um innflytjendur en við viljum ekki að landamærahindranir og hert eftirlit skerði rétt fólks til að sækja um hæli.

flóttafólk

Fólk sem kemur til Norðurlanda að vinna á að búa við sömu réttindi og kjör og aðrir launþegar. Við viljum ekki veikja atvinnuréttindi flóttamanna og skapa þannig B-deild á vinnumarkaði. Við viljum nýta starfsfærni flóttamanna og leggja áherslu á menntun og tungumálakunnáttu. Norrænn vinnumarkaður er sameiginlegur.

Nota þarf allar færar leiðir, fyrst og fremst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, til að leysa neyð Sýrlands. Norðurlönd þurfa að standa saman að virku samninga- og friðarferli til að finna pólitíska lausn á þeim átökum. Sameinast þarf um aukna þróunaraðstoð til lengri tíma en líka þurfa ríkari lönd að standa saman að nýrri Marshall-aðstoð ef friðarsamkomulag næst til að byggja upp innviði á þessu svæði.

flóttafólk 1

Ríkisstjórnir Norðurlanda verða þegar í stað að koma saman til að leysa vandann sem við stöndum frammi fyrir. Vinstriflokkarnir á Norðurlöndum standa að tillögum sem verja rétt fólks til að leita sér hælis og verja norræna samvinnu. Við krefjumst þess að ríkisstjórnir landanna taki ábyrgð og leiti lausna í sameiningu.

 

 


mbl.is Safna fyrir konur á flótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á kvaða plánetu býrð þú, Kristbjörn? Sósialdemokratar (kratar) í Svíþjóða ásamt Umkverfisvænum , Miljöpartiet, voru fyrstir til að stöðva flóttamannastrauminn og loka landamærunum. Hvers vegna? Þetta fólk er ekki komið til Svíþjóðar að leita sér að vinnu, þótt þú haldir það.

Það kemur til Svíþjóðar af því að þar er best að vera, ásamt Þýskalandi og þá er ég að tala um opinbera aðstoð (sosial). Einn flóttamaður sagði í viðtali - Ég ætla að vera hér í Svíþjð alla ævi, en ég ætla aldrei að vinna. 

Þetta er aðeins smá ábending.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 28.1.2016 kl. 17:38

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Auðvitað eru margir kjánar meðal flóttamanna svon rétt eins og þú.Og þú ert auðvitað ánægður Valdi minn. Þú hefur auðvitað aldrei þegið neitt af samfélaginu og unnið fyrir öllu þínu viðurværi. Láttu þér líða vel og klóraðu þér. Þú ert ekki skráður hér og þér verður ekki svarað meir. Guð blessi þig.

Kristbjörn Árnason, 28.1.2016 kl. 21:46

3 identicon

Eins og talað úr mínu hjarta. 

Agnes Thorgrimsdottir (IP-tala skráð) 29.1.2016 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband