Á ekki rætur í þessum málaferlum

  • Þetta á sér rætur í EES samningnum og við erum margir sem höfum átt erfitt með,

    að skilja það hvernig ríkisvaldið gat sniðgengið þessar reglur allan þennan tíma.
    *
  • Það hefur augljóslega verið ásetningur meirihluta Alþingis að gera það.

Það var ekki þessi hugur í alþingimannum 1969 gagnvart íslenskum iðnaði þegar samþykkt var á Alþingi að Ísland gengi í EFTA til að þóknast hagsmunum útgerðarinnar.

kjöt

Þá iðnaðinum hent út á kaldann klakann í byrjun árs 1970 og öllum sama hvað varð um hann í raun og veru.

En ákveðið var að vernda bankakerfið, landbúnaðinn og byggingariðnaðinn. 

Í raun og veru var alveg óskiljanlegt hvers vegna samtök kaupsýslumanna sem hafa það sem metnað sinn að brjóta niður nánast allt Íslenskt atvinnulíf hafi keyrt þetta mál áfram miklu fyrr.

Á kjörtímabili núverandi ríkisstjórnar hefur verið lagst á sveif með kaupmannastéttinni og allar hugsanlegar varnir fyrir íslenska framleiðslu brotnar niður. Ljóst er að það muni bara veikja stöðu almennings í landinu og muni til lengri tíma hækka verðlag í landinu og leiða til lakari vörugæða einnig.

Það er einmitt kraftmikil íslensk framleiðsla þegar upp er staðið sem heldur niðri verðlagi á innfluttum vörum. Það gera a.m.k. ekki aðrir. Þá hafa margir atvinnu af heilbrigðri íslenskri framleiðslu.

 


mbl.is Nautakjöt upphafið að endalokunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband