11.2.2016 | 21:36
Það er rétt hjá Árna Páli, Ingibjörg Sólrún stökk bara uppí hjá Geir, án þess að vita hvað biði.
- Hún sveik kjósendur Samfylkingarinnar og þeir mættu á Austurvöll og kröfðust afsagnar hennar og Geirs.
Þetta er ansi einfalt hjá Árna Páli og hann leyfir sér í leiðinni að kenna VG um eitt og annað.
VG var að flestu leiti dregið inn í þessa ríkisstjórn á forsendum sem gengu gegn stefnu flokksins. Því er það ósvífið að kenna VG um eitt og annað.
Reyndar fóru tengsl vinstri flokkanna við verkalýðshreyfinguna að rofna fljótlega upp úr 1990. Það kom skýrt í ljós að vinstri flokkarnir geta ekki verið þátttakendur í ríkisstjórn nema að þeir rækti samband sitt við hina formlegu verkalýðshreyfingu.
Árni Páll vissi frá upphafi að Samfylkingin hafði engan stuðning frá VG í aðildarviðræðunum við ESB. VG sýndi samstarfsflokknum hlutleysi í málinu og áskyldi sér síðan rétt til að hafa neikvæða skoðun á samningi við ESB eftir að samningsuppkast leit dagsins ljós.
Þá kæmi í ljós hvort flokkurinn gæti mælt með því að þjóðin styddi slíkan samning. VG var algjörlega óbundið gagnvart slíkum samningi. Þetta var marg ítrekað. Hvers vegna, jú vegna þess að VG var alla tíð eini flokkurinn á Íslandi sem alltaf var á móti ESB aðild og er það enn.
Samfylkingin hafði ekkert meira frumkvæði að breytingum á stjórnarskránni heldur en VG. Þingmenn úr báðum flokkum höfðu lagt fram frumvörp um nýja stjórnarskrá.
Árni Páll var helsti gerandi ríkisstjórnarinnar varðandi skuldamál heimilanna. Innan VG var gríðarleg óánægja með störf hans í þessum málaflokki og það auðveldaði ekki samstarfið.
Það einkenndi öll störf Árna Páls þessi fjögur ár, að hann var í andstöðu við þetta ríkisstjórnarsamstarf. Hann gerði allt hvað hann gat til að spilla því eftir að hann varð formaður Samfylkingarinnar.
Flokkarnir voru aldrei samstíga í fiskveiðistjórnarmálunum, það er þekkt. VG menn höfðu áhyggjur af stöðu verkafólks í sjávarplássum landsins. VG vildi ekki taka neina áhættu sem skaðað gæti launafólk enn meira en viðskiptamódelið í kringum veiðikvótana hafði þegar gert. Samfylking vildi uppboðskerfi
Það voru gerðir a.m.k. fjórir samningar vegna Icesave. Samningsstaða Íslands var í byrjun hörmuleg. Bæði þegar samningur ríkisstjórnar Geirs og Ingibjargar Sólrúnar var gerður og Samfylkingin studdi.
Staðan var ekkert betri þegar Svavars samningar voru gerðir og Icesave skuld bankanna var greidd samkvæmt þeim samningi.
Það verður síðan kúvending varðandi samningsstöðu Íslands og gerðir tveir betri samningar sem þjóðin og forsetinn hafnaði.
Ég býst við því að fólk í báðum flokkunum séu sammála um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðslur í öllum svona stórum málum hér eftir. Jafnvel áður en farið er í stór mál eins og samninga við ESB.
Það var ekki bara óánægja með Árna Pál í VG á starfstíma vinstri stjórnarinnar. Það var ekki síður grasserandi óánægja með hann innan Samfylkingarinnar og meðal kjósenda Samfylkingarinnar.
Líklegt er að það hafi verið sömu kjósendur flokksins sem fylltu Austurvöll vikulega veturinn 2008 og fram á árið 2009 uns stjórnin sagði af sér. Kanski vegna sífelldrar stjórnarandstöðu hans og sérstaklega í lokin.
Sjálfstæðisflokkurinn hafði engan áhuga á Árna Páli og þá voru ölög hans ráðin í raun og veru
Ég er ekki innanbúðar í VG, en varð félagsmaður
Fari ekki inn í óbreytt valdakerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt 12.2.2016 kl. 10:01 | Facebook
Athugasemdir
Ég nenni nú ekki að gá að því en hvað var Samfylkingin lengi í ríkisstjórn fyrir "hrun" og átti bæði viðskiptamálaráðherra og fjármálaráðherra. Var Jóhanna ekki ráðherra öll þessi ár og mörg ár fyrir og í "hruninu"? Auðvitað ber Samfylkingin ábyrgð á þessu öllu og miklu fleiru.
Örn Johnson´43 (IP-tala skráð) 11.2.2016 kl. 23:08
Það var kosið 2007. Jóhanna var félagsmálaráðherra. Ég var með það í huga, að forystumenn ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vissu um yfirvofandi kollsteypu strax 2006 og kusu að leyna því fyrir þjóðinni. Þannig vissi Samfylking eða VG ekkert um væntanlegt hrun. En ýmsir erlendir bankamenn og þjóðarleiðtogar voru búnir að vara forystumenn ríkisstórnarinnar við þessari kollsteypu strax 2006.
Kristbjörn Árnason, 11.2.2016 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.