Þetta með lýðræðið

  • Við íslendingar höfum gjarnan haft stór orð um réttarfarið í Rússlandi og í gömlu Sovetríkjunum sem alls ekki hefur verið eðlilegt að okkar mati.

Svona rétt eins og er í fasistaríkjum almennt þar sem niðurstöður eiga að  taka mið af vilja stjórnvalda hverju sinni. Svipaða sögur höfum við sagt um réttarfar víða um heiminn þar sem svipað fyrirkomulag er í gangi.

bandarískur dómari

Nú fellur frá íhaldsmaðurinn Antonin Scalia hæstaréttardómari í Bandaríkjunum sem var á níræðisaldri.

Það hljómar undarlega í lýðræðisríki, að dauði þessa eina manns geti haft veruleg áhrif á bandarískt samfélag í átt til lýðræðis og þar með stöðu og afstöðu Bandaríkjanna í heiminum.

Hann var ein dyggasta stoð íhaldsama meirihlutans í hæstarétti Bandaríkjanna og íhaldsafla í öfgakenndu bandarísku samfélagi .

Íhaldsmenn þar vestra gátu treyst á hann ef frjálslyndir virtist ætla að færast um of í aukana eins og t.d. í fóstureyðingamálum. .

Scalia hélt því sjálfur fram að hann horfði bara alltaf á bókstaf stjórnarskrárinnar en í reynd voru siðferðiskreddur strangtrúaðra (Zíonista) honum oft ekki síðri vegvísir.

Það getur orðið hlutskipti Obama að skipa frjálslyndan dómara sem gæti breytt miklu í þessu landi næstu ár og áratugi, en hæstaréttardómarar sitja gjarnan fram á grafarbakkann. 

Þetta kemur íslendingum sérkennilega fyrir sjónir þar sem það hefur ekki verið verkefni Hæstaréttar á Íslandi að ráð því hvaða lög geta tekið gildi í landinu.

Þ.e.a.s., það á algjörlega að vera verkefni Alþingis að vera löggjafinn.  Þetta fyrirkomulag í Bandaríkjunum er því lítið skárra en gerist í fasistaríkjum. M.ö.o. ekki lýðræðislegt.

Því vaknar spurningin um hvernig þessu er háttað á Íslandi. Það hefur mörgum  þótt vera flokkspólitískur fnykur á meirihluta dómaranna við Hæstarétt Íslands.

Margir þeir sem hafa verið pólitískir baráttumenn t.d. í verkalýðshreyfingunni og fjölmörg stéttarfélög hafa átt erfitt með að treysta þessum dómstól vegna þess hvernig hann túlkar ýmis lög þegar kemur að hagsmunanúningi milli aðila í atvinnulífinu.

Það er auðvitað afar sérkennilegt, að herveldið sem fer um allar jarðir heimsbyggðarinnar og krefst þess að lýðræði sé ríkjandi um allar koppagrundir, en er ekki sjálft sérstaklega lýðræðislegt.


mbl.is Meira í húfi eftir fráfall Scalia
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband