26.2.2016 | 12:32
Svona er maður barnalegur
- En Ámann Kr Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogsbæ sagði að það væri mögulega til í að gefa eftir byggingarréttargjöld ef verið er að byggja íbúðir sem eru fyrsta eign fólks.
* - Sala lóða ætti annars að vera á markaðsverði, enda mikilvægur tekjuliður sveitarfélaga Þetta sagði hann, á Fasteignaráðstefnunni í Hörpu í gær.
Satt að segja hélt ég í sakleysi mínu að lóðaverð væri ákvarðað hverju sinni af þeim kostnaði sem sveitarfélagið legði út vegna hverrar lóðar. Þ.e.a.s. kostnaður vegna kaupa á hverri lóð, kostnaður vegna skipulags, kostnaðarhlutdeild í öllum gatnagerðarkostnaði í hverfinu, hlutdeildarkostnaður vegna umhverfis og opinna svæða , hlutdeildarkostnaður vegna vegna allra skólabygginga, allra frístunda- og íþróttamannvirkja svo eitthvað sé upptalið.
Að það hefðu iðulega fallið dómar um að opinberir aðilar eins og sveitarfélög, ríki og stofnanir á vegum þessara aðila gætu ekki tekið þjónustugjöld til að hafa af slíkum gjöldum hagnað eða tekjur.
Það er einnig algjörlega óeðlilegt að kostnaði vegna nýbygginga á nýjum svæðum væri velt yfir á íbúa sveitarfélaganna eins og byggingaraðilar vilja að gert verði. Að þannig verði lóðaverð niðurgreidd af íbúum sveitarfélaganna.
- Vert er að minnast baráttu sveitarfélaganna á síðustu öld þegar þeim tókst með aðstoð núverandi stjórnarflokka að brjóta niður verkamannabústaðakerfið endanlega 1998.
* - En lánin sem voru á þeim íbúðum voru niðurgreidd af launafólki í landinu.
Eina framlag sveitarfélaganna til þess var sem nam 1% af kostnaðarverði íbúðar. M.ö.o. sem nam lóðaverði og að halda uppi algjörlega óþarfri stjórnarnefnd í hverju sveitarfélagi.
Láglaunafólk átti bara að geta sótt um lán til kaupa á íbúð hjá lánastofnuninni og lánskjörin áttu auðvitað að taka mið af lífskjörum láglaunaólks. En hægri menn hafa alltaf verið á móti slíkum hliðrunum þegar láglaunafólk var annarsvegar.
Vinna sem húsnæðislánastofnun gat vel unnið sjálf í framhaldi þess að losað væri um hagsmunagæslu byggingariðnaðarins.
Fólki var nefnilega ekki treyst sjálfu til að velja sér íbúð, því hagsmuna aðilar kröfðust þess að láglaunafólk færu alltaf í glænýjar íbúðir.
Eins jafnan áður á Íslandi að flest mál sem snerta almenning skulu taka mið af hagsmunum atvinnulífsins. Dæmi um slíkt er auðvitað gamla verkamannabústaðakerfið, skólamál á landsbyggðinni og byggðarstyrkir ganga aðeins til eignafólksins sem á lögbýsisjarðirnar og eru með búskap, ásamt því að vera aðilar að stéttarfélagi bænda.
Lækkað lóðarverð fyrir fyrstu íbúð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.