Það er ekki hægt að ljúga sig frá sannleikanum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur.

  • "OFT má satt kyrrt liggja," segir máltækið.
  • En það á ekki allskostar við þegar kemur að því að kanna atferli forsætisráðherra og vinnubrögð síðan 2008 og síðar efir að hann gerðist þessi umdeildi ráðherra.
    *
  • Hann hefur lofað meiru en aðrir og svikið meira en aðrir. Hann hefur narrað þjóðina með háttarlagi sínu. Hann hefur greinilega þekkt máltækið:

    Betra er að veifa röngu tré en öngvu.
 
Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs og ríkisstjórnarinnar telja ómaklega vegið að eiginkonu forsætisráðherra.
VISIR.IS
 
En Mbl. forðast sem heitan eldinn að  fjalla um háttarlag og stöðu Sigmundar Davíðs. Mjög kunnugleg vinnubrögð á þeim bæ.

Furðuleg viðbrögð utanríkisráðanum á flóttanum

Sérkennileg fullyrðing hjá utanríkisráðherranum:

  • ,,Ekki mætti þó horfa fram hjá því að enginn hefði gengið jafn hart fram gegn kröfuhöfum og Sigmundur. „Það voru ekki hagsmunir eiginkonunnar heldur Íslendinga. Og hennar líka - þar sem hún er Íslendingur.“

Þetta er auðvitað bara bull staðhæfing sem almenningur sér í gegnum. Þeir voru margir sem unnu að þessu verki úr öllum flokkum og ýmsum félagasamtökum og stofnunum. Þetta framlag ógjörningur að meta þannig að einn hafi gert meira en aðrir.

En Sigmundur Davíð, var manna fremstur í því nýta sér í pólitískum tilgangi þetta mál allt saman. Flestir aðrir íslendingar hafa annað og siðgæði.

Þar enginn bestur fyrir það eitt að veifa mest og góla hæst. Það var allt annað sem þurfti til.

 
Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, segir að samkvæmt siðareglum þingmanna, sem samþykktar voru á Alþingi í gær, hefði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, átt að greina frá því að félag í eigu eiginkonu hans hefði lýst kröfum í…
RUV.IS 
 

Margir trúa því að Sigmundur Davíð hafi gengið harðar að kröfuhöfum íslensku bankanna en aðrir stjórnmálamenn.

Það er rangt. Þessi blekking eða goðsaga var sköpuð af honum sjálfum á hugvitsamlegan hátt, enda fáir pólitíkusar snjallari í að skapa einfaldar myndlíkingar. Haglabyssur, kylfur, hrægammar í skógi.

Hið rétta er samt að framsókn stóð með kröfuhöfunum.

Á síðasta kjörtímabili var frumvarp um framlengingu gjaldeyrishafta samþykkt. Það er frumvarpið sem gerði íslenska ríkinu kleift að semja við kröfuhafanna. Framsókn sat hjá. 

Einungis eftir á, þegar lögin voru orðin raunveruleiki, kröfuhafar gátu ekki stungið af með allan peninginn úr bönkunum beint til Tortóla (þar sem eiginkona Sigmundar geymir peningana sína), sneri Sigmundur sér við og fór að tala um hrægamma.

(Sundin og Fréttatíminn)

Forsætisráðherrann sést ekki og lætur ekki ná í sig. Allar líkur eru á því að hann hafi bara skroppið heim í Jökulsárhlíð á Fljótdalshéraði. Það þarf að fara slóðadraga túnin bráðum ef snjóa léttir.

 


mbl.is Vissi ekki um kröfur félagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband